Eins og gangandi diskókúla Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2018 09:00 Sanna er svo sannarlega fín í silfraða diskókjólnum sem hún keypti sér fyrir áramótin. Mynd/Ernir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, stressar sig aldrei yfir því að kaupa sér nýjan jólakjól. Hún sækist eftir litríkum, glæstum og fágætum flíkum í verslunum sem selja notaðan fatnað og þar sem ágóðinn rennur til góðgerðarmála. Ég er glysgjörn eins og krummi,“ segir Sanna glæsileg í silfurlitum og glansandi sparikjól sem hún keypti á 2.500 krónur í Rauðakrossbúð með notuð spariföt. „Ég sá strax að hann væri mjög Sönnulegur og að í honum yrði ég eins og gangandi diskókúla. Mér finnst glitrandi silfrið poppa svo fallega fram ef það skyldi snjóa á gamlárskvöld og liturinn tónar vel við flugeldadýrðina,“ segir Sanna kát. „Ég heillast af glitrandi og litríkum flíkum sem vinkonur mínar telja stundum alltof áberandi. Annars spái ég lítið í tískuna en mér þykir gaman að gramsa í búðum með notuð og öðruvísi föt. Ég nýt þess að klæðast flíkum sem enginn annar á og þá er snilld að fara í búðir með notaðan fatnað og finna eitthvað einstakt, eins og þennan glæsilega áramótakjól.“ Aldrei heyrt um jólaköttinn Sanna ólst upp á Englandi fyrstu ár ævi sinnar. „Þar er jólasveinamenningin ekki jafn rótgróin og hér og því trúði ég ekki á jólasveinana þegar ég flutti heim rétt fyrir jól þegar ég var sjö ára. Ég hafði heldur aldrei heyrt um stóra jólaköttinn sem át börn sem fengu ekki ný föt fyrir jólin,“ segir Sanna sem í fataskápnum á úrval fallegra kjóla sem hún hefur fundið fyrir lítið fé á fatamörkuðum. „Við mamma höfðum ekki úr miklu að spila á uppvaxtarárum mínum en mamma hefur alltaf haft góðan radar á falleg og ódýr föt. Ég leið því engan skort þegar kom að glæstum jólafötum og fékk oft fín föt gefins,“ útskýrir Sanna sem fer sárasjaldan í tískubúðir og aldrei í búðir með rándýran, fjöldaframleiddan tískufatnað. Sanna féll fyrir skærbleikum jakka yfir munstraðan kjól frá Michael Kors. Það fræga tískumerki leyndist óvænt innan um notuð spariföt í nýju Rauðakrossbúðinni á Skólavörðustíg og kostaði kjóllinn 2.000 krónur.Mynd/Ernir „Þegar ég vann með skólanum sem unglingur og hafði meira á milli handanna fór ég stundum í hefðbundnar tískuverslanir en ég hef alltaf kunnað betur við að finna það sem enginn á í „second hand“-búðum og styðja við gott málefni um leið og ég finn dýrgripi á herðatrjánum. Ég er víst ekki týpan sem fer í tískuhúsin til að endurnýja fataskápinn fyrir tugi þúsunda,“ segir Sanna sem blandar saman því sem hún á í skápunum þegar kemur að sparilegum tilefnum. „Mér finnst mjög gaman að klæða mig upp á. Um hátíðarnar skreyti ég mig extra mikið og hef sett krullubönd utan af pökkum í hárið og jólakúlur og perlur utan um kjólinn. Mér þykir líka gaman að vera fín hvunndags en er kannski orðin aðeins of formleg í starfi borgarfulltrúans og þá sést stíllinn minn ekki nógu vel. Auðvitað á maður ekki að láta formlegheitin trufla sig. Ég mæti því hiklaust í Lion King-bolnum í Ráðhúsið en skelli mér í blússu fyrir borgarstjórnarfundi,“ segir Sanna hlæjandi. Leiðist óhófleg jólaneysla Sanna hlakkar mikið til jólanna en stressar sig ekkert á undirbúningnum. „Jólin okkar mömmu eru ávallt eins, í faðmi ömmu minnar og elskulegs sambýlismanns hennar, sem bjóða okkur í jólamat á aðfangadagskvöld, jóladag og annan í jólum. Mamma á fjögur systkini sem koma líka yfir jóladagana og maður hittir alla í yndislegri samveru,“ segir Sanna sem gerðist grænkeri fyrir hálfu þriðja ári og mætir með eigin vegan krásir til ömmu sinnar. „Ég gerðist grænkeri af siðferðislegum og vistfræðilegum ástæðum. Ég sakna hvorki hangikjötsins né hamborgarhryggjarins og finnst hálfpartinn erfitt að sitja til borðs þar sem allir snæða kjöt. Ég hef ekki lengur löngun í neinar dýraafurðir og sé steikurnar nú fyrir mér sem dýr sem dóu,“ segir Sanna sem velur af handahófi hvað verður í jólamatinn í ár. „Úrval vegan matar er orðið svo ríkulegt svo ég vel bara það sem hugurinn girnist á síðustu stundu. Ég stressa mig hvorki á jólamatnum né jólakjólnum,“ segir Sanna sem nýlega flutti í eigin íbúð í Vesturbænum. „Kannski set ég litla ljósaseríu í skál en annars efast ég um að ég skreyti mikið. Mér leiðist þessi óhóflega neyslumenning og æsingur yfir jólahreingerningunni, jólamat, jólafötum og jólagjöfum. Við mæðgur erum mjög slakar og höldum engar aðrar hefðir en að fara til ömmu og taka því rólega þar. Ég vil nýta jólafríið til að slaka á og njóta samvista við fjölskylduna. Mér þykir gaman að hitta yngstu börnin og skoða hvað þau fengu í jólagjöf, og stundum horfum við saman á bíómyndir og skoðum jafnvel gamlar fjölskyldumyndir, sem er alltaf skemmtilegt. Um það snúast jólin; samfundi við fjölskylduna, góðan mat og slökun.“ Birtist í Fréttablaðinu Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, stressar sig aldrei yfir því að kaupa sér nýjan jólakjól. Hún sækist eftir litríkum, glæstum og fágætum flíkum í verslunum sem selja notaðan fatnað og þar sem ágóðinn rennur til góðgerðarmála. Ég er glysgjörn eins og krummi,“ segir Sanna glæsileg í silfurlitum og glansandi sparikjól sem hún keypti á 2.500 krónur í Rauðakrossbúð með notuð spariföt. „Ég sá strax að hann væri mjög Sönnulegur og að í honum yrði ég eins og gangandi diskókúla. Mér finnst glitrandi silfrið poppa svo fallega fram ef það skyldi snjóa á gamlárskvöld og liturinn tónar vel við flugeldadýrðina,“ segir Sanna kát. „Ég heillast af glitrandi og litríkum flíkum sem vinkonur mínar telja stundum alltof áberandi. Annars spái ég lítið í tískuna en mér þykir gaman að gramsa í búðum með notuð og öðruvísi föt. Ég nýt þess að klæðast flíkum sem enginn annar á og þá er snilld að fara í búðir með notaðan fatnað og finna eitthvað einstakt, eins og þennan glæsilega áramótakjól.“ Aldrei heyrt um jólaköttinn Sanna ólst upp á Englandi fyrstu ár ævi sinnar. „Þar er jólasveinamenningin ekki jafn rótgróin og hér og því trúði ég ekki á jólasveinana þegar ég flutti heim rétt fyrir jól þegar ég var sjö ára. Ég hafði heldur aldrei heyrt um stóra jólaköttinn sem át börn sem fengu ekki ný föt fyrir jólin,“ segir Sanna sem í fataskápnum á úrval fallegra kjóla sem hún hefur fundið fyrir lítið fé á fatamörkuðum. „Við mamma höfðum ekki úr miklu að spila á uppvaxtarárum mínum en mamma hefur alltaf haft góðan radar á falleg og ódýr föt. Ég leið því engan skort þegar kom að glæstum jólafötum og fékk oft fín föt gefins,“ útskýrir Sanna sem fer sárasjaldan í tískubúðir og aldrei í búðir með rándýran, fjöldaframleiddan tískufatnað. Sanna féll fyrir skærbleikum jakka yfir munstraðan kjól frá Michael Kors. Það fræga tískumerki leyndist óvænt innan um notuð spariföt í nýju Rauðakrossbúðinni á Skólavörðustíg og kostaði kjóllinn 2.000 krónur.Mynd/Ernir „Þegar ég vann með skólanum sem unglingur og hafði meira á milli handanna fór ég stundum í hefðbundnar tískuverslanir en ég hef alltaf kunnað betur við að finna það sem enginn á í „second hand“-búðum og styðja við gott málefni um leið og ég finn dýrgripi á herðatrjánum. Ég er víst ekki týpan sem fer í tískuhúsin til að endurnýja fataskápinn fyrir tugi þúsunda,“ segir Sanna sem blandar saman því sem hún á í skápunum þegar kemur að sparilegum tilefnum. „Mér finnst mjög gaman að klæða mig upp á. Um hátíðarnar skreyti ég mig extra mikið og hef sett krullubönd utan af pökkum í hárið og jólakúlur og perlur utan um kjólinn. Mér þykir líka gaman að vera fín hvunndags en er kannski orðin aðeins of formleg í starfi borgarfulltrúans og þá sést stíllinn minn ekki nógu vel. Auðvitað á maður ekki að láta formlegheitin trufla sig. Ég mæti því hiklaust í Lion King-bolnum í Ráðhúsið en skelli mér í blússu fyrir borgarstjórnarfundi,“ segir Sanna hlæjandi. Leiðist óhófleg jólaneysla Sanna hlakkar mikið til jólanna en stressar sig ekkert á undirbúningnum. „Jólin okkar mömmu eru ávallt eins, í faðmi ömmu minnar og elskulegs sambýlismanns hennar, sem bjóða okkur í jólamat á aðfangadagskvöld, jóladag og annan í jólum. Mamma á fjögur systkini sem koma líka yfir jóladagana og maður hittir alla í yndislegri samveru,“ segir Sanna sem gerðist grænkeri fyrir hálfu þriðja ári og mætir með eigin vegan krásir til ömmu sinnar. „Ég gerðist grænkeri af siðferðislegum og vistfræðilegum ástæðum. Ég sakna hvorki hangikjötsins né hamborgarhryggjarins og finnst hálfpartinn erfitt að sitja til borðs þar sem allir snæða kjöt. Ég hef ekki lengur löngun í neinar dýraafurðir og sé steikurnar nú fyrir mér sem dýr sem dóu,“ segir Sanna sem velur af handahófi hvað verður í jólamatinn í ár. „Úrval vegan matar er orðið svo ríkulegt svo ég vel bara það sem hugurinn girnist á síðustu stundu. Ég stressa mig hvorki á jólamatnum né jólakjólnum,“ segir Sanna sem nýlega flutti í eigin íbúð í Vesturbænum. „Kannski set ég litla ljósaseríu í skál en annars efast ég um að ég skreyti mikið. Mér leiðist þessi óhóflega neyslumenning og æsingur yfir jólahreingerningunni, jólamat, jólafötum og jólagjöfum. Við mæðgur erum mjög slakar og höldum engar aðrar hefðir en að fara til ömmu og taka því rólega þar. Ég vil nýta jólafríið til að slaka á og njóta samvista við fjölskylduna. Mér þykir gaman að hitta yngstu börnin og skoða hvað þau fengu í jólagjöf, og stundum horfum við saman á bíómyndir og skoðum jafnvel gamlar fjölskyldumyndir, sem er alltaf skemmtilegt. Um það snúast jólin; samfundi við fjölskylduna, góðan mat og slökun.“
Birtist í Fréttablaðinu Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira