Írsku farandverkamennirnir þrjátíu talsins og hafa komið í nokkrum hópum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. október 2018 14:04 Nöfn einhverra farandverkamannanna hafa verið tengd við Rathkeale Rovers á Írlandi, en samtökin eru skilgreind glæpasamtök í landinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur, síðan um miðjan september, haft til skoðunar málefni írskra farandverkamanna sem gengið hafa hús úr húsi og boðið fram þrif þjónustu. Lögreglan hefur sent frá sér þrjár tilkynningar á samfélagsmiðlum vegna mannanna, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, en þeir hafa þótt einkar ágengir og hlaupa tilkynningar fólks til lögreglu um ferðir mannanna á mörgum tugum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni höfuðborgarsvæðinu, hefur haft málefni mannanna til skoðunar og að vel hafi verið fylgst með þeim frá því þeir komu fyrst til landsins. Um sé að ræða þrjátíu manns sem hafa komið og farið í nokkrum hópum en þeir fyrstu komu til landsins 17. september. Svo virðist sem þeir hafi farið kerfisbundið í gegnum hverfi borgarinnar á síðustu sex vikum og boðið fram þjónustu sína.Sjá einnig: Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á AkureyriSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðbrgarsvæðinuLögreglanLögreglan veit hverjir allir mennirnir eru Skúli segir lögreglu hafa rætt við alla mennina og að upplýsingar um þá alla liggi fyrir. Þeim hafi verið leiðbeint um íslenskar reglur og viðskiptahætti og að á þessu stigi sé ekki sé hægt að áætla að þeir hafi brotið af sér. Hér hafi þeir heimildir til þess að dvelja og starfa, eftir settum reglum. þar sem þeir séu innan evrópska efnahagssvæðisins, sem Ísland á aðild að. Skúli segir að framkoma mannanna og meintir viðskiptahættir, sem tilkynnt hafi verið um, séu öðruvísi en Íslendingar eigi almennt að venjast. Fólk hafi í sumum tilfellum verið óttaslegið en margir litið á þetta sem ónæði farandsölumanna og brugðist við vegna tilkynninga lögreglu á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom í ljós að þegar tilkynningar til lögreglu voru teknar saman hafi komið í ljós að mennirnir hafi fyrst og fremst einbeitt sér að því að selja þjónustu til eldra fólks, sem í einhverjum tilfellum á erfiðara með að hafa samskipti við þá vegna tungumálaörðuleika. Meðal annars hafi risið upp ágreiningur um verð fyrir þjónustuna og er farandverkamönnunum borið á brýn að hafa hækkað verðið eftir að verki var lokið og að hafa gengið hart fram þegar rukkað var fyrir verkið. Þá hafi kaupendum reynst erfitt að fá greiðslukvittun af verki loknu.Sjá einnig: Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknuTil skoðunar hvort mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi Skúli telur að mennirnir hafi annars vegar komið hingað til lands með flugi og hins vegar á bíl með Norrænu. Lögreglan hefur sent fyrirspurn um mennina til Europol, en ekki liggur fyrir hvort mennirnir eigi alvarleg brot á ferli sínum en sakaferill þeirra á Írlandi var meðal annars verið skoðaður. Fyrir liggur að einhverjir mannanna þrjátíu séu tengdir fjölskylduböndum. Þeir hafa ekki orðið uppvísir af lögbroti hér á landi þó viðskiptahættir þeirra séu umdeildir. Skúli segir að til skoðunar sé hvort hópurinn sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi en nöfn einhverra mannanna hafa verið tengd við Rathkeale Rovers á Írlandi, en samtökin eru skilgreind glæpasamtök í landinu. Sjö mannanna eru enn á landinu og eru þeir fyrir norðan. Skúli hvetur fólk til þess að fara varlega í viðskipti við mennina, en ræður fólki jafnframt frá því hafi það þess kost. Hann segir það til skoðunar hjá lögreglu hvernig brugðist verði við venji hópurinn komur sínar hingað til lands. Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á Akureyri Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í morgun tvær tilkynningar um erlenda menn sem fóru í hús á Akureyri og buðu fram vinnu við garðaumhirðu eða þvott á bifreiðastæðum. 29. október 2018 15:23 Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknu Eldri borgara segja samskiptin við farandverkamennina afar óþægileg. 26. október 2018 15:53 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur, síðan um miðjan september, haft til skoðunar málefni írskra farandverkamanna sem gengið hafa hús úr húsi og boðið fram þrif þjónustu. Lögreglan hefur sent frá sér þrjár tilkynningar á samfélagsmiðlum vegna mannanna, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, en þeir hafa þótt einkar ágengir og hlaupa tilkynningar fólks til lögreglu um ferðir mannanna á mörgum tugum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni höfuðborgarsvæðinu, hefur haft málefni mannanna til skoðunar og að vel hafi verið fylgst með þeim frá því þeir komu fyrst til landsins. Um sé að ræða þrjátíu manns sem hafa komið og farið í nokkrum hópum en þeir fyrstu komu til landsins 17. september. Svo virðist sem þeir hafi farið kerfisbundið í gegnum hverfi borgarinnar á síðustu sex vikum og boðið fram þjónustu sína.Sjá einnig: Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á AkureyriSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðbrgarsvæðinuLögreglanLögreglan veit hverjir allir mennirnir eru Skúli segir lögreglu hafa rætt við alla mennina og að upplýsingar um þá alla liggi fyrir. Þeim hafi verið leiðbeint um íslenskar reglur og viðskiptahætti og að á þessu stigi sé ekki sé hægt að áætla að þeir hafi brotið af sér. Hér hafi þeir heimildir til þess að dvelja og starfa, eftir settum reglum. þar sem þeir séu innan evrópska efnahagssvæðisins, sem Ísland á aðild að. Skúli segir að framkoma mannanna og meintir viðskiptahættir, sem tilkynnt hafi verið um, séu öðruvísi en Íslendingar eigi almennt að venjast. Fólk hafi í sumum tilfellum verið óttaslegið en margir litið á þetta sem ónæði farandsölumanna og brugðist við vegna tilkynninga lögreglu á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom í ljós að þegar tilkynningar til lögreglu voru teknar saman hafi komið í ljós að mennirnir hafi fyrst og fremst einbeitt sér að því að selja þjónustu til eldra fólks, sem í einhverjum tilfellum á erfiðara með að hafa samskipti við þá vegna tungumálaörðuleika. Meðal annars hafi risið upp ágreiningur um verð fyrir þjónustuna og er farandverkamönnunum borið á brýn að hafa hækkað verðið eftir að verki var lokið og að hafa gengið hart fram þegar rukkað var fyrir verkið. Þá hafi kaupendum reynst erfitt að fá greiðslukvittun af verki loknu.Sjá einnig: Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknuTil skoðunar hvort mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi Skúli telur að mennirnir hafi annars vegar komið hingað til lands með flugi og hins vegar á bíl með Norrænu. Lögreglan hefur sent fyrirspurn um mennina til Europol, en ekki liggur fyrir hvort mennirnir eigi alvarleg brot á ferli sínum en sakaferill þeirra á Írlandi var meðal annars verið skoðaður. Fyrir liggur að einhverjir mannanna þrjátíu séu tengdir fjölskylduböndum. Þeir hafa ekki orðið uppvísir af lögbroti hér á landi þó viðskiptahættir þeirra séu umdeildir. Skúli segir að til skoðunar sé hvort hópurinn sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi en nöfn einhverra mannanna hafa verið tengd við Rathkeale Rovers á Írlandi, en samtökin eru skilgreind glæpasamtök í landinu. Sjö mannanna eru enn á landinu og eru þeir fyrir norðan. Skúli hvetur fólk til þess að fara varlega í viðskipti við mennina, en ræður fólki jafnframt frá því hafi það þess kost. Hann segir það til skoðunar hjá lögreglu hvernig brugðist verði við venji hópurinn komur sínar hingað til lands.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á Akureyri Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í morgun tvær tilkynningar um erlenda menn sem fóru í hús á Akureyri og buðu fram vinnu við garðaumhirðu eða þvott á bifreiðastæðum. 29. október 2018 15:23 Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknu Eldri borgara segja samskiptin við farandverkamennina afar óþægileg. 26. október 2018 15:53 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á Akureyri Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í morgun tvær tilkynningar um erlenda menn sem fóru í hús á Akureyri og buðu fram vinnu við garðaumhirðu eða þvott á bifreiðastæðum. 29. október 2018 15:23
Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknu Eldri borgara segja samskiptin við farandverkamennina afar óþægileg. 26. október 2018 15:53