Til skoðunar að setja þak á leiguverð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2018 11:30 Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía. Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43
„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53
Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30