Innlent

Meint fölsuð mynt reyndist ekta

Kjartan Kjartansson skrifar
Mennirnir voru handteknir í útibúinu í Borgartúni í gær.
Mennirnir voru handteknir í útibúinu í Borgartúni í gær. Vísir/Vilhelm
Tveimur erlendum mönnum sem voru handteknir í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær vegna gruns um peningafölsun var sleppt úr haldi í dag eftir að í ljós kom að smámynt sem þeir reyndu að skipta yfir í seðla var ekki fölsuð.

Lögregla var kölluð til eftir að grunur vaknaði hjá bankastarfsmönnum um að hundrað og fimmtíu krónu myntir sem tvímenningarnir vildu skipta væru falsaðar.

Samkvæmt heimildum Vísis vöknuðu grunsemdirnar vegna magnsins og ástands myntanna. Um tugi eða hundruð þúsunda króna hafi verið að ræða og í mörgum tilfellum hafi myntirnar verið slitnar og illa farnar.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að sérfræðingur Seðlabankans hafi skoðað myntirnar í dag. Niðurstaða hans hafi verið sú að þær séu ekki falsaðar.

Mennirnir tveir eru sagði erlendir ríkisborgarar og ekki búsettir á Íslandi. Mbl.is sagði frá því í dag að þeir hefðu verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna málsins. Þeim hefur hins vegar nú verið sleppt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×