Fengu rúmar fjórar milljónir fyrir að semja veiðigjaldafrumvarpið Jóhann Óli Eiðsson. skrifar 31. október 2018 06:30 Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Fréttablaðið Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira