Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. október 2018 22:09 Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent