Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. október 2018 22:09 Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09