Rjúpnaveiði hefst næsta föstudag Karl Lúðvíksson skrifar 20. október 2018 09:52 Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar. Vísir/Vilhelm Rjúpnaveiði hefst föstudaginn 26. október og eins og síðustu ár eru veiðidagar tólf talsins sem dreifist á fjórar helgar. Mikil umræða er eins og síðustu ár varðanda það kerfi sem er við lýði og þá sérstaklega þegar stofninn hefur verið að taka vel við sér. Veiðimenn hafa bent á að kerfið býður upp á að menn hætti sér út í slæmt veður og hafa haldið upp i þeim vörnum að það sé afar ólíklegt að veiðiálag aukist ef veiðidagar væru fleiri. Ástæðan er einfaldlega sú að flestar rjúpnaskyttur eru að ná sér í jólamatinn og láta sér það nægja en það eru örfáir sem ganga mikið, skjóta mikið og eru að koma rjúpum á vini og vandamenn. Einhver tilfelli eru þekkt þar sem rjúpur ganga kaupum og sölum en það er langt frá því að vera vandamál eða stærð sem skiptir máli að mati þeirra sem til þekkja. Það skal tekið fram að sala á rjúpum er ólögleg. Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember: - föstudaginn 26. október, laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október - föstudaginn 2. nóvember, laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember - föstudaginn 9. nóvember, laugardaginn 10. nóvember og sunnudaginn 11. nóvember - föstudaginn 16. nóvember, laugardaginn 17. nóvember og sunnudaginn 18. nóvember Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Straumar áfram með Álftá Veiði
Rjúpnaveiði hefst föstudaginn 26. október og eins og síðustu ár eru veiðidagar tólf talsins sem dreifist á fjórar helgar. Mikil umræða er eins og síðustu ár varðanda það kerfi sem er við lýði og þá sérstaklega þegar stofninn hefur verið að taka vel við sér. Veiðimenn hafa bent á að kerfið býður upp á að menn hætti sér út í slæmt veður og hafa haldið upp i þeim vörnum að það sé afar ólíklegt að veiðiálag aukist ef veiðidagar væru fleiri. Ástæðan er einfaldlega sú að flestar rjúpnaskyttur eru að ná sér í jólamatinn og láta sér það nægja en það eru örfáir sem ganga mikið, skjóta mikið og eru að koma rjúpum á vini og vandamenn. Einhver tilfelli eru þekkt þar sem rjúpur ganga kaupum og sölum en það er langt frá því að vera vandamál eða stærð sem skiptir máli að mati þeirra sem til þekkja. Það skal tekið fram að sala á rjúpum er ólögleg. Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember: - föstudaginn 26. október, laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október - föstudaginn 2. nóvember, laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember - föstudaginn 9. nóvember, laugardaginn 10. nóvember og sunnudaginn 11. nóvember - föstudaginn 16. nóvember, laugardaginn 17. nóvember og sunnudaginn 18. nóvember
Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Straumar áfram með Álftá Veiði