Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2018 19:30 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira