Bjarni Fritzson: Fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. október 2018 19:30 Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. vísir/bára KA og ÍR skildu jöfn eftir æsilega lokamínútur í 6.umferð Olís-deildarinnar í KA-heimilinu í kvöld. ÍR-ingar virtust vera að sigla nokkuð þægilegum sigri í hús þar til að KA-menn tóku öll völd á lokamínútunum og náðu að jafna metin tveimur sekúndum fyrir leikslok. ÍR-ingar voru mjög ósáttir við ákvarðanir dómaranna á þessum lokakafla og fékk Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að líta rauða spjaldið í leikslok. Bjarni var þó hinn rólegasti þegar hann mætti í viðtal og fór yfir það hvernig þessi lokakafli horfði við honum. „Mér sýnist Pétur vera kominn í dauðafæri (í lokasókn ÍR) og það er brotið á honum. Hann nær varla skoti á markið en þeir dæma bara ekki neitt. Ég á ekki orð yfir þetta. Svo sýndist mér vera ólögleg skipting í lokasókninni þeirra en ég er ekki viss. Ég sá það ekki en það bar þess merki. Það skiptir ekki öllu máli,“ sagði Bjarni en afhverju fékk hann rautt spjald? „Ég fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa. Ég var svo ósáttur við strákana að við skyldum hafa glutrað þessu niður. Ég var mjög pirraður og sparkaði ágætlega í einhvern brúsa. Ég ræddi ekkert við dómarana í kjölfarið af því,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar voru einnig ósáttir við annað atvik þegar Bjarni taldi sig hafa verið búinn að biðja um leikhlé áður en ÍR fór í skot. Þeir fengu hins vegar ekki að taka leikhléið þá og KA-menn fengu boltann. Þrátt fyrir þessi þrjú stóru atvik segir Bjarni að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá liðinu sínu. „Fyrst og fremst erum við ósáttir við okkur sjálfa. Við köstum þessu frá okkur sjálfir og verðum að taka ábyrgð á því.“ „Við vorum rosalega óagaðir fyrstu 15 mínúturnar og þeir skoruðu í hverri sókn. Svo náðum við að loka vörninni og spilum í heildina góðan varnarleik. Við nærðumst á töpuðu boltunum þeirra en ráðum svo kannski ekki við spennustigið hérna í lokin,“ sagði Bjarni að endingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 25-25 ÍR | Flautumark tryggði KA jafntefli Tarik Kasumovic tryggði KA stig gegn ÍR með flautumarki í kvöld. 20. október 2018 19:45 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
KA og ÍR skildu jöfn eftir æsilega lokamínútur í 6.umferð Olís-deildarinnar í KA-heimilinu í kvöld. ÍR-ingar virtust vera að sigla nokkuð þægilegum sigri í hús þar til að KA-menn tóku öll völd á lokamínútunum og náðu að jafna metin tveimur sekúndum fyrir leikslok. ÍR-ingar voru mjög ósáttir við ákvarðanir dómaranna á þessum lokakafla og fékk Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að líta rauða spjaldið í leikslok. Bjarni var þó hinn rólegasti þegar hann mætti í viðtal og fór yfir það hvernig þessi lokakafli horfði við honum. „Mér sýnist Pétur vera kominn í dauðafæri (í lokasókn ÍR) og það er brotið á honum. Hann nær varla skoti á markið en þeir dæma bara ekki neitt. Ég á ekki orð yfir þetta. Svo sýndist mér vera ólögleg skipting í lokasókninni þeirra en ég er ekki viss. Ég sá það ekki en það bar þess merki. Það skiptir ekki öllu máli,“ sagði Bjarni en afhverju fékk hann rautt spjald? „Ég fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa. Ég var svo ósáttur við strákana að við skyldum hafa glutrað þessu niður. Ég var mjög pirraður og sparkaði ágætlega í einhvern brúsa. Ég ræddi ekkert við dómarana í kjölfarið af því,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar voru einnig ósáttir við annað atvik þegar Bjarni taldi sig hafa verið búinn að biðja um leikhlé áður en ÍR fór í skot. Þeir fengu hins vegar ekki að taka leikhléið þá og KA-menn fengu boltann. Þrátt fyrir þessi þrjú stóru atvik segir Bjarni að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá liðinu sínu. „Fyrst og fremst erum við ósáttir við okkur sjálfa. Við köstum þessu frá okkur sjálfir og verðum að taka ábyrgð á því.“ „Við vorum rosalega óagaðir fyrstu 15 mínúturnar og þeir skoruðu í hverri sókn. Svo náðum við að loka vörninni og spilum í heildina góðan varnarleik. Við nærðumst á töpuðu boltunum þeirra en ráðum svo kannski ekki við spennustigið hérna í lokin,“ sagði Bjarni að endingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 25-25 ÍR | Flautumark tryggði KA jafntefli Tarik Kasumovic tryggði KA stig gegn ÍR með flautumarki í kvöld. 20. október 2018 19:45 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 25-25 ÍR | Flautumark tryggði KA jafntefli Tarik Kasumovic tryggði KA stig gegn ÍR með flautumarki í kvöld. 20. október 2018 19:45