„Lagðist bara í sófann og fór að gráta“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. október 2018 16:15 „Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
„Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira