„Ég geri þig höfðinu styttri“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. október 2018 15:45 Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel. Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel.
Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45