Ráðherra segir hátekjuskatt koma til greina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2018 11:59 Ásmundur Einar Daðason ávarpaði þing ASÍ í morgun. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ætla að styðja verkalýðshreyfinguna í því að hátekjuskattur verði settur á hæstu tekjur íslensks samfélags ef ekki næst samstaða um að koma böndum á efstu lög samfélagsins. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einars á þingi Alþýðusambands Íslands í morgun. „Ég er á því að innan almenna opinbera geirans þá séu efstu laun viða algjörlega úr takti við það sem almennt gerist í samfélaginu. Hins vegar er ekki nóg að opinberi vinnumarkaðurinn taki á sínum málum það verður hinn almenni líka að gera. Þar hafa hækkanir einstakra forstjóra og toppa verið úr öllum takti við raunveruleikann,“ sagði Ásmundur Einar. „Í því efni gengur ekki að bæði samtök atvinnulífs og verkalýðshreyfing sitji hjá þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða. Þar getið þið haft áhrif og beitt ykkar völdum. Eftir að hafa farið yfir málin með ýmsum aðilum bæði á opinbera og almenna vinnumarkaðnum þá eru rökin sem gjarnan eru höfð uppi þau að fyrir hækkunum í efsta lagi að hækkunin sé vegna þess að laun hliðstæðra starfa hafi hækkað og þetta sé gert til þess að laun séu samkeppnishæf.“Tvær mögulegar leiðir Ásmundur Einar sagði að það væru tvær leiðir til að taka á launum í efsta lagi samfélagsins. Annars vegar að þeir sem ráði ríkjum, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði taki höndum saman og grípi til aðgerða en hin leiðin sé að beita skattkerfinu. „Ég hyggst á næstunni halda áfram að fara ofan í þessi mál og ætla að beita mér fyrir því að samstaða náist um það að taka á efstu launum samfélagsins. Þar þurfa að koma að báðir aðilar vinnumarkaðar, hið opinbera forystumenn lífeyrissjóða og forstöðumenn stærstu fyrirtækja þessa lands. Ég hef sagt það áður og ég meinti það þá og segi það enn, þessari vitleysu í efsta laginu verður að linna.“ „Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem koma böndum á efstu lög samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásgeir og uppskar mikið lófaklapp fundargesta. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ætla að styðja verkalýðshreyfinguna í því að hátekjuskattur verði settur á hæstu tekjur íslensks samfélags ef ekki næst samstaða um að koma böndum á efstu lög samfélagsins. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einars á þingi Alþýðusambands Íslands í morgun. „Ég er á því að innan almenna opinbera geirans þá séu efstu laun viða algjörlega úr takti við það sem almennt gerist í samfélaginu. Hins vegar er ekki nóg að opinberi vinnumarkaðurinn taki á sínum málum það verður hinn almenni líka að gera. Þar hafa hækkanir einstakra forstjóra og toppa verið úr öllum takti við raunveruleikann,“ sagði Ásmundur Einar. „Í því efni gengur ekki að bæði samtök atvinnulífs og verkalýðshreyfing sitji hjá þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða. Þar getið þið haft áhrif og beitt ykkar völdum. Eftir að hafa farið yfir málin með ýmsum aðilum bæði á opinbera og almenna vinnumarkaðnum þá eru rökin sem gjarnan eru höfð uppi þau að fyrir hækkunum í efsta lagi að hækkunin sé vegna þess að laun hliðstæðra starfa hafi hækkað og þetta sé gert til þess að laun séu samkeppnishæf.“Tvær mögulegar leiðir Ásmundur Einar sagði að það væru tvær leiðir til að taka á launum í efsta lagi samfélagsins. Annars vegar að þeir sem ráði ríkjum, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði taki höndum saman og grípi til aðgerða en hin leiðin sé að beita skattkerfinu. „Ég hyggst á næstunni halda áfram að fara ofan í þessi mál og ætla að beita mér fyrir því að samstaða náist um það að taka á efstu launum samfélagsins. Þar þurfa að koma að báðir aðilar vinnumarkaðar, hið opinbera forystumenn lífeyrissjóða og forstöðumenn stærstu fyrirtækja þessa lands. Ég hef sagt það áður og ég meinti það þá og segi það enn, þessari vitleysu í efsta laginu verður að linna.“ „Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem koma böndum á efstu lög samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásgeir og uppskar mikið lófaklapp fundargesta.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58
Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46
Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28