Arnaldur rýfur fimm hundruð þúsunda eintaka sölu á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2018 14:22 Arnaldur hefur undanfarin árin einokað toppsæti bóksölulista og ætlar sér alveg áreiðanlega að verja það þetta árið. „Þau merku tíðindi munu eiga sér stað í byrjun nóvember að fimmhundruð þúsundasta eintakið af bók eftir Arnald Indriðason mun seljast á Íslandi, en hann hefur þó selt á heimsvísu um 14 milljónir eintaka,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi. Nokkur spenna ríkir í herbúðum þessa stærsta bókaútgefanda landsins vegna þessa og komandi jólabókavertíðar. Nú er að flæða að. Og þar, sem fyrr, verður Arnaldur fyrirferðarmikill. Hann hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum; ekkert lát virðist á vinsældum hans. Í fyrra var bók hans Myrkrið veit á toppnum en Sólrún Diego, Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Helgason voru meðal þeirra sem sóttu að honum þá. Hver mun keppa við hann nú á eftir að koma í ljós.Kápa nýju bókar Arnaldar.Stúlkan hjá brúnni, ný bók Arnaldar Indriðasonar, fer í dreifingu 1. nóvember. Er sú dagsetning samkvæmt hefð. Skömmu eftir að bókin fer í búðir selst fimmhundruð þúsundasta eintak af bókum Arnaldar á Íslandi. Það er fyrirliggjandi. Forlagið mun af því tilefni efna til leiks, í því tiltekna eintaki, því fimmhundruð þúsundasta selda, verður að finna gullmiða sem er ávísun á lúxusgistingu á Tower Suites í Borgartúni, máltíð á Skelfiskmarkaðnum og miðar í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Helst er á Agli Erni að heyra að hann sjálfur ætli að taka þátt í leiknum, svo ánægður er hann með vinningana. En, bókin sjálf, hefst á því að ungrar konu sem hefur verið í neyslu er saknað. Fjölskyldan biður Konráð lögreglumann, sem lesendur Arnaldar eru farnir að þekkja, um að leita hennar. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna atburði. Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þau merku tíðindi munu eiga sér stað í byrjun nóvember að fimmhundruð þúsundasta eintakið af bók eftir Arnald Indriðason mun seljast á Íslandi, en hann hefur þó selt á heimsvísu um 14 milljónir eintaka,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi. Nokkur spenna ríkir í herbúðum þessa stærsta bókaútgefanda landsins vegna þessa og komandi jólabókavertíðar. Nú er að flæða að. Og þar, sem fyrr, verður Arnaldur fyrirferðarmikill. Hann hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum; ekkert lát virðist á vinsældum hans. Í fyrra var bók hans Myrkrið veit á toppnum en Sólrún Diego, Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Helgason voru meðal þeirra sem sóttu að honum þá. Hver mun keppa við hann nú á eftir að koma í ljós.Kápa nýju bókar Arnaldar.Stúlkan hjá brúnni, ný bók Arnaldar Indriðasonar, fer í dreifingu 1. nóvember. Er sú dagsetning samkvæmt hefð. Skömmu eftir að bókin fer í búðir selst fimmhundruð þúsundasta eintak af bókum Arnaldar á Íslandi. Það er fyrirliggjandi. Forlagið mun af því tilefni efna til leiks, í því tiltekna eintaki, því fimmhundruð þúsundasta selda, verður að finna gullmiða sem er ávísun á lúxusgistingu á Tower Suites í Borgartúni, máltíð á Skelfiskmarkaðnum og miðar í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Helst er á Agli Erni að heyra að hann sjálfur ætli að taka þátt í leiknum, svo ánægður er hann með vinningana. En, bókin sjálf, hefst á því að ungrar konu sem hefur verið í neyslu er saknað. Fjölskyldan biður Konráð lögreglumann, sem lesendur Arnaldar eru farnir að þekkja, um að leita hennar. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna atburði.
Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira