Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2018 08:43 Þorsteinn Víglundsson á þingi. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á hálum ís með fullyrðingum um að tölur Hagstofunnar um launamun kynjanna hafi verið rangtúlkaðar. Þó að það sé rétt hjá henni að horfa þurfi til ýmissa þátta sem skýri launamun kynjanna þurfi að hafa í huga að þeir þættir séu margir hverjir fjarri því að vera málefnalegir eða merki um jafnrétti á vinnumarkaði. Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Leiðréttur launamunur kynjanna sé í raun 5%. Þá benti hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið,“ skrifaði Sigríður.Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherraFréttablaði/ErnirÞorsteinn segir Sigríði þar hætta sér út á hálan ís og tekur dæmi úr umræddri launakönnun Hagstofunnar, þar sem m.a. er tekið tillit til mannaforráða og ábyrgðar. „Það er nokkuð stór skýribreyta. Konur eru um 20% stjórnenda á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Sá launamunur sem af þessu stafar er því einmitt merki um skort á jafnrétti á vinnumarkaði en ekki öfugt.“ Þorsteinn bendir einnig á að það að vera í sambúð/gift og eiga börn hefur jákvæð áhrif á laun karla en lítil sem engin áhrif á laun kvenna. Þorsteinn segir að í launakönnin ætti ekki að leiðrétta fyrir slíkum þáttum, og geri Reykjavíkurborg það til að mynda ekki í sínum launarannsóknum. Að síðustu sé svo ekki tekið tillit til mats á verðmæti ýmissa starfa en „dæmigerðar kvennastéttir“ séu t.d. að jafnaði mun verr launaðar en fjölmennar karlastéttir með sambærilega lengd menntunar og ábyrgð. „Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati. Og það er alveg óþarfi fyrir konur að "mæta aðeins fyrr í fyrramálið". Þær eru löngu búnar að vinna fyrir þessum klukkustundum. Á hverjum degi raunar,“ skrifar Þorsteinn. Kjaramál Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á hálum ís með fullyrðingum um að tölur Hagstofunnar um launamun kynjanna hafi verið rangtúlkaðar. Þó að það sé rétt hjá henni að horfa þurfi til ýmissa þátta sem skýri launamun kynjanna þurfi að hafa í huga að þeir þættir séu margir hverjir fjarri því að vera málefnalegir eða merki um jafnrétti á vinnumarkaði. Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Leiðréttur launamunur kynjanna sé í raun 5%. Þá benti hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið,“ skrifaði Sigríður.Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherraFréttablaði/ErnirÞorsteinn segir Sigríði þar hætta sér út á hálan ís og tekur dæmi úr umræddri launakönnun Hagstofunnar, þar sem m.a. er tekið tillit til mannaforráða og ábyrgðar. „Það er nokkuð stór skýribreyta. Konur eru um 20% stjórnenda á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Sá launamunur sem af þessu stafar er því einmitt merki um skort á jafnrétti á vinnumarkaði en ekki öfugt.“ Þorsteinn bendir einnig á að það að vera í sambúð/gift og eiga börn hefur jákvæð áhrif á laun karla en lítil sem engin áhrif á laun kvenna. Þorsteinn segir að í launakönnin ætti ekki að leiðrétta fyrir slíkum þáttum, og geri Reykjavíkurborg það til að mynda ekki í sínum launarannsóknum. Að síðustu sé svo ekki tekið tillit til mats á verðmæti ýmissa starfa en „dæmigerðar kvennastéttir“ séu t.d. að jafnaði mun verr launaðar en fjölmennar karlastéttir með sambærilega lengd menntunar og ábyrgð. „Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati. Og það er alveg óþarfi fyrir konur að "mæta aðeins fyrr í fyrramálið". Þær eru löngu búnar að vinna fyrir þessum klukkustundum. Á hverjum degi raunar,“ skrifar Þorsteinn.
Kjaramál Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00