Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2018 08:43 Þorsteinn Víglundsson á þingi. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á hálum ís með fullyrðingum um að tölur Hagstofunnar um launamun kynjanna hafi verið rangtúlkaðar. Þó að það sé rétt hjá henni að horfa þurfi til ýmissa þátta sem skýri launamun kynjanna þurfi að hafa í huga að þeir þættir séu margir hverjir fjarri því að vera málefnalegir eða merki um jafnrétti á vinnumarkaði. Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Leiðréttur launamunur kynjanna sé í raun 5%. Þá benti hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið,“ skrifaði Sigríður.Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherraFréttablaði/ErnirÞorsteinn segir Sigríði þar hætta sér út á hálan ís og tekur dæmi úr umræddri launakönnun Hagstofunnar, þar sem m.a. er tekið tillit til mannaforráða og ábyrgðar. „Það er nokkuð stór skýribreyta. Konur eru um 20% stjórnenda á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Sá launamunur sem af þessu stafar er því einmitt merki um skort á jafnrétti á vinnumarkaði en ekki öfugt.“ Þorsteinn bendir einnig á að það að vera í sambúð/gift og eiga börn hefur jákvæð áhrif á laun karla en lítil sem engin áhrif á laun kvenna. Þorsteinn segir að í launakönnin ætti ekki að leiðrétta fyrir slíkum þáttum, og geri Reykjavíkurborg það til að mynda ekki í sínum launarannsóknum. Að síðustu sé svo ekki tekið tillit til mats á verðmæti ýmissa starfa en „dæmigerðar kvennastéttir“ séu t.d. að jafnaði mun verr launaðar en fjölmennar karlastéttir með sambærilega lengd menntunar og ábyrgð. „Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati. Og það er alveg óþarfi fyrir konur að "mæta aðeins fyrr í fyrramálið". Þær eru löngu búnar að vinna fyrir þessum klukkustundum. Á hverjum degi raunar,“ skrifar Þorsteinn. Kjaramál Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á hálum ís með fullyrðingum um að tölur Hagstofunnar um launamun kynjanna hafi verið rangtúlkaðar. Þó að það sé rétt hjá henni að horfa þurfi til ýmissa þátta sem skýri launamun kynjanna þurfi að hafa í huga að þeir þættir séu margir hverjir fjarri því að vera málefnalegir eða merki um jafnrétti á vinnumarkaði. Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Leiðréttur launamunur kynjanna sé í raun 5%. Þá benti hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið,“ skrifaði Sigríður.Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherraFréttablaði/ErnirÞorsteinn segir Sigríði þar hætta sér út á hálan ís og tekur dæmi úr umræddri launakönnun Hagstofunnar, þar sem m.a. er tekið tillit til mannaforráða og ábyrgðar. „Það er nokkuð stór skýribreyta. Konur eru um 20% stjórnenda á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Sá launamunur sem af þessu stafar er því einmitt merki um skort á jafnrétti á vinnumarkaði en ekki öfugt.“ Þorsteinn bendir einnig á að það að vera í sambúð/gift og eiga börn hefur jákvæð áhrif á laun karla en lítil sem engin áhrif á laun kvenna. Þorsteinn segir að í launakönnin ætti ekki að leiðrétta fyrir slíkum þáttum, og geri Reykjavíkurborg það til að mynda ekki í sínum launarannsóknum. Að síðustu sé svo ekki tekið tillit til mats á verðmæti ýmissa starfa en „dæmigerðar kvennastéttir“ séu t.d. að jafnaði mun verr launaðar en fjölmennar karlastéttir með sambærilega lengd menntunar og ábyrgð. „Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati. Og það er alveg óþarfi fyrir konur að "mæta aðeins fyrr í fyrramálið". Þær eru löngu búnar að vinna fyrir þessum klukkustundum. Á hverjum degi raunar,“ skrifar Þorsteinn.
Kjaramál Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00