Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. október 2018 06:00 Helga Jónsdóttir starfandii forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.. Mynd/OR Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent