Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 19:00 Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira