Drífa segir ábyrgð stjórnvalda gríðarlega Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. október 2018 16:31 Drífa Snædal nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að formenn stærstu félaganna, Efling og VR, séu með menn innan miðstjórnar ASÍ. Hún gerir sér væntingar um að þau geti sameinað sig betur undir hatti ASÍ en oft áður. „Það var ákveðin spenna fyrir þetta þing af því að það þarf að gæta ofboðslega viðkvæms jafnvægis innan ASÍ. Það þurfa allir að vera með sína fulltrúa í miðstjórn og svona ákvarðanir um hver skipar varaforsetaembættin að þær eru líka hápólitískar innan Alþýðusambandsins. Ég fagna því sérstaklega að stærstu félögin, Efling og VR, að formenn þeirra eru innan miðstjórnar. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Stundum hefur það verið þannig að forystumenn þessara félaga hafa beinlínis tekið þá ákvörðun að sitja utan miðstjórnar ASÍ en svo er ekki núna. Það að þetta helsta forystufólk sé núna hluti af miðstjórninni auk þess sem að það er ákveðið jafnvægi á milli iðnaðarmanna, sjómenn eiga sinn fulltrúa þarna og aðrar starfsgreinar, að það gefur mér væntingar um að við getum sameinað okkur undir hatti ASÍ betur heldur en oft áður,“ segir Drífa Snædal.„Þannig að ábyrgð stjórnvalda er gríðarleg" Drífa var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. Hún fór yfir kröfur fyrir komandi kjarasamninga og ástæður fyrir þeim. „Það hefur verið ljóst allan tímann að þessir samningar, þeim verður ekki lokað nema með feitum pakka frá stjórnvöldum ef svo má orða. Ástæður þessara krafna er að við höfum reiknað út hvað fólk þarf til að lifa. Nú ef að kerfið hefði ekki verið í átt að aukinni misskiptingu og það hefði verið tekið hérna á húsnæðismálum og öðrum samfélagsmálum í átt til jafnaðar að þá væru þessar kröfur ekki svona. Þannig að ábyrgð stjórnvalda er gríðarleg,“ segir Drífa. Drífa fór yfir víðan völl en horfa má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Nýr leiðtogi verkalýðsins og sendiherra Chile í Víglínunni Þau sögulegu tíðindi gerðust á fertugasta og þriðja þingi Alþýðusambandsins sem lauk í gær að Drífa Snædal var fyrst kvenna kjörin forseti sambandsins. 27. október 2018 10:00 Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Drífa segir stuð og baráttu fram undan Ný forysta ASÍ var kjörin á þingi sambandsins í gær. Drífa Snædal sem var kjörin forseti segir verkefnin fram undan stór en spennandi. Vilhjálmur Birgisson var kjörinn 1. varaforseti. 27. október 2018 08:30 Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. 26. október 2018 19:00 Drífa segir gríðarleg verkefni framundan hjá ASÍ Drífa segir að það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. 26. október 2018 12:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Drífa Snædal nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að formenn stærstu félaganna, Efling og VR, séu með menn innan miðstjórnar ASÍ. Hún gerir sér væntingar um að þau geti sameinað sig betur undir hatti ASÍ en oft áður. „Það var ákveðin spenna fyrir þetta þing af því að það þarf að gæta ofboðslega viðkvæms jafnvægis innan ASÍ. Það þurfa allir að vera með sína fulltrúa í miðstjórn og svona ákvarðanir um hver skipar varaforsetaembættin að þær eru líka hápólitískar innan Alþýðusambandsins. Ég fagna því sérstaklega að stærstu félögin, Efling og VR, að formenn þeirra eru innan miðstjórnar. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Stundum hefur það verið þannig að forystumenn þessara félaga hafa beinlínis tekið þá ákvörðun að sitja utan miðstjórnar ASÍ en svo er ekki núna. Það að þetta helsta forystufólk sé núna hluti af miðstjórninni auk þess sem að það er ákveðið jafnvægi á milli iðnaðarmanna, sjómenn eiga sinn fulltrúa þarna og aðrar starfsgreinar, að það gefur mér væntingar um að við getum sameinað okkur undir hatti ASÍ betur heldur en oft áður,“ segir Drífa Snædal.„Þannig að ábyrgð stjórnvalda er gríðarleg" Drífa var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. Hún fór yfir kröfur fyrir komandi kjarasamninga og ástæður fyrir þeim. „Það hefur verið ljóst allan tímann að þessir samningar, þeim verður ekki lokað nema með feitum pakka frá stjórnvöldum ef svo má orða. Ástæður þessara krafna er að við höfum reiknað út hvað fólk þarf til að lifa. Nú ef að kerfið hefði ekki verið í átt að aukinni misskiptingu og það hefði verið tekið hérna á húsnæðismálum og öðrum samfélagsmálum í átt til jafnaðar að þá væru þessar kröfur ekki svona. Þannig að ábyrgð stjórnvalda er gríðarleg,“ segir Drífa. Drífa fór yfir víðan völl en horfa má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Nýr leiðtogi verkalýðsins og sendiherra Chile í Víglínunni Þau sögulegu tíðindi gerðust á fertugasta og þriðja þingi Alþýðusambandsins sem lauk í gær að Drífa Snædal var fyrst kvenna kjörin forseti sambandsins. 27. október 2018 10:00 Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Drífa segir stuð og baráttu fram undan Ný forysta ASÍ var kjörin á þingi sambandsins í gær. Drífa Snædal sem var kjörin forseti segir verkefnin fram undan stór en spennandi. Vilhjálmur Birgisson var kjörinn 1. varaforseti. 27. október 2018 08:30 Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. 26. október 2018 19:00 Drífa segir gríðarleg verkefni framundan hjá ASÍ Drífa segir að það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. 26. október 2018 12:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Nýr leiðtogi verkalýðsins og sendiherra Chile í Víglínunni Þau sögulegu tíðindi gerðust á fertugasta og þriðja þingi Alþýðusambandsins sem lauk í gær að Drífa Snædal var fyrst kvenna kjörin forseti sambandsins. 27. október 2018 10:00
Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15
Drífa segir stuð og baráttu fram undan Ný forysta ASÍ var kjörin á þingi sambandsins í gær. Drífa Snædal sem var kjörin forseti segir verkefnin fram undan stór en spennandi. Vilhjálmur Birgisson var kjörinn 1. varaforseti. 27. október 2018 08:30
Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. 26. október 2018 19:00
Drífa segir gríðarleg verkefni framundan hjá ASÍ Drífa segir að það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. 26. október 2018 12:05