50 Cent greindi frá þessu í nokkuð meinfýsnum athugasemdum á Instagram. „Ég var að kaupa 200 sæti í fremstu röðum svo þau verði tóm. LOL,“ skrifaði rapparinn, og viðurkenndi jafnframt að fólki þætti hann andstyggilegur.
#50cent bought a whole bunch of #jarule tickets on GrouponView this post on Instagram
A post shared by DJ Akademiks (@akadmiks) on Oct 26, 2018 at 9:29am PDT
Í kjölfar kaupanna, sem þó hafa ekki fengist staðfest, hefur 50 Cent birt myndir úr áhorfendaskara væntanlegra tónleika Ja Rule. Glöggir sjá að átt hefur verið við myndirnar en ljóst er að rapparanum er afar skemmt yfir uppátækinu. Ja Rule hefur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.
What a show, I mean just fucking great. Do it againmy kid went to the restroom. LOL #bellator #lecheminduroiView this post on Instagram
A post shared by 50 Cent (@50cent) on Oct 26, 2018 at 10:57pm PDT