Gerði orð Tinu Fey að sínum Benedikt Bóas skrifar 29. október 2018 07:00 Björgvin Franz kann alveg ágætlega við sig bakvið tjöldin en verkið fæddist í Harvardskólanum fræga. Fréttablaðið/Anton Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira