Gerði orð Tinu Fey að sínum Benedikt Bóas skrifar 29. október 2018 07:00 Björgvin Franz kann alveg ágætlega við sig bakvið tjöldin en verkið fæddist í Harvardskólanum fræga. Fréttablaðið/Anton Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira