Gunnar Smári segir Stefán Einar siðlausan siðfræðing Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 09:45 Úr Silfrinu. Gunnar Smári ætlar ekki að láta Stefán Einar eiga neitt hjá sér, segir hann ljóta gerpið. Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af helstu forsprökkum Sósíalistaflokks Íslands, vandar Stefáni Einari Stefánssyni, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, ekki kveðjurnar í nýjum pistli á Facebooksíðu sinni. Þar kallar hann Stefán Einar, sem er menntaður viðskiptasiðfræðingur, siðlausan siðfræðing og gerpi.Eins og Vísir greindi frá í gær sauð upp úr milli þeirra tveggja í umræðuþættinum Silfrið í gær. Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“„Ljóta gerpið þessi siðfræðingur“ Í athugasemdakerfi DV er vakin athygli á því að varla hafi Stefán Einar borgað laun sjálfur? Stefán Einar svarar því svo til að það sé rétt en hann hefði aldrei látið sjálfan sig sitja fyrir.Gunnar Smári lætur þessari athugasemd Stefáns Einars ekki ósvarað.„Hér heldur hinn siðlausi siðfræðingur því fram að ég hafi fengið greidd laun frá Fréttatímanum meðan starfsfólkið beið launa, ekki vegna þess að hann haldi það eða trúi því; heldur vegna þess að hann telur mögulega að þarna úti sé einhver sem gæti trúað því og kannski eitt dýrmætum vökutíma sínum um að blaðra um það í stað þess að taka þátt í upprisu hinna kúguðu og undirbúa það að fleygja auðvaldinu frá völdum og húsþrælum þess. Þetta er nú ljóta gerpið þessi siðfræðingur, hvað gekk verslunarfólki til að kjósa þetta sem formann, mann sem talar eins og hann sé snýttur út úr nösinni á Halldóri Benjamín Þorbergssyni? Sem er náttúrlega eins og snýttur út úr einhverju öðru trýni,“ skrifar Gunnar Smári og setur á ræðu.Sparifé Gunnar Smára fór í launagreiðslur Hann segir Hannesaræskuna koma í veg fyrir að vafasamt fjármálavafstur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi komist á dagskrá Ríkisútvarpsins sem og yfirhylmingar Sjálfstæðismanna með vinum barnaníðinga. Þá segir hann árásir á sig lið í afvegaleiðingu umræðunnar. „Sannleikurinn er sá að ég lagði sparifé mitt inn í þann rekstur svo hægt væri að greiða starfsfólkinu laun. Öfugt við Hannesaræskunnar, og þau sem hafa viljað gera mig tortryggilegan út af Fréttatímanum þá vill svo til að ég hef borgað starfsfólki laun úr eigin vasa, og gerði það þangað til ég átti ekki meira sparifé. Þetta tal um að ég, prívat og persónulega, hafi svikist um að borga starfsfólki laun er svívirðileg ásökun frá ærulausu fólki, en sem þráfaldlega er tekin upp í þáttum Ríkisútvarpsins vegna ægivalds Sjálfstæðisflokksins yfir þeirri stofnun. Þetta er sturlað, svo notað sé tungutak húsþræla auðvaldsins.“ Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Óhætt er að segja að fjör hafi verið í setti í Silfrinu í morgun. Gunnar Smári Egilsson og Stefán Einar Stefánsson skutu föstum skotum sín á milli. 28. október 2018 15:43 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af helstu forsprökkum Sósíalistaflokks Íslands, vandar Stefáni Einari Stefánssyni, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, ekki kveðjurnar í nýjum pistli á Facebooksíðu sinni. Þar kallar hann Stefán Einar, sem er menntaður viðskiptasiðfræðingur, siðlausan siðfræðing og gerpi.Eins og Vísir greindi frá í gær sauð upp úr milli þeirra tveggja í umræðuþættinum Silfrið í gær. Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“„Ljóta gerpið þessi siðfræðingur“ Í athugasemdakerfi DV er vakin athygli á því að varla hafi Stefán Einar borgað laun sjálfur? Stefán Einar svarar því svo til að það sé rétt en hann hefði aldrei látið sjálfan sig sitja fyrir.Gunnar Smári lætur þessari athugasemd Stefáns Einars ekki ósvarað.„Hér heldur hinn siðlausi siðfræðingur því fram að ég hafi fengið greidd laun frá Fréttatímanum meðan starfsfólkið beið launa, ekki vegna þess að hann haldi það eða trúi því; heldur vegna þess að hann telur mögulega að þarna úti sé einhver sem gæti trúað því og kannski eitt dýrmætum vökutíma sínum um að blaðra um það í stað þess að taka þátt í upprisu hinna kúguðu og undirbúa það að fleygja auðvaldinu frá völdum og húsþrælum þess. Þetta er nú ljóta gerpið þessi siðfræðingur, hvað gekk verslunarfólki til að kjósa þetta sem formann, mann sem talar eins og hann sé snýttur út úr nösinni á Halldóri Benjamín Þorbergssyni? Sem er náttúrlega eins og snýttur út úr einhverju öðru trýni,“ skrifar Gunnar Smári og setur á ræðu.Sparifé Gunnar Smára fór í launagreiðslur Hann segir Hannesaræskuna koma í veg fyrir að vafasamt fjármálavafstur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi komist á dagskrá Ríkisútvarpsins sem og yfirhylmingar Sjálfstæðismanna með vinum barnaníðinga. Þá segir hann árásir á sig lið í afvegaleiðingu umræðunnar. „Sannleikurinn er sá að ég lagði sparifé mitt inn í þann rekstur svo hægt væri að greiða starfsfólkinu laun. Öfugt við Hannesaræskunnar, og þau sem hafa viljað gera mig tortryggilegan út af Fréttatímanum þá vill svo til að ég hef borgað starfsfólki laun úr eigin vasa, og gerði það þangað til ég átti ekki meira sparifé. Þetta tal um að ég, prívat og persónulega, hafi svikist um að borga starfsfólki laun er svívirðileg ásökun frá ærulausu fólki, en sem þráfaldlega er tekin upp í þáttum Ríkisútvarpsins vegna ægivalds Sjálfstæðisflokksins yfir þeirri stofnun. Þetta er sturlað, svo notað sé tungutak húsþræla auðvaldsins.“
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Óhætt er að segja að fjör hafi verið í setti í Silfrinu í morgun. Gunnar Smári Egilsson og Stefán Einar Stefánsson skutu föstum skotum sín á milli. 28. október 2018 15:43 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Óhætt er að segja að fjör hafi verið í setti í Silfrinu í morgun. Gunnar Smári Egilsson og Stefán Einar Stefánsson skutu föstum skotum sín á milli. 28. október 2018 15:43