Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2018 15:43 Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, er viðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson að segja hér. RÚV Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“ Kjaramál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“
Kjaramál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira