Lýðheilsa á uppleið en menntun hnignar Heimsljós kynnir 29. október 2018 17:00 Frá Úganda gunnisal Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag. Hagvöxtur í álfunni hefur hins vegar ekki ýtt undir verulegar framfarir og menntun fer hnignandi, segir í frétt frá stofnuninni. Vísitalan nær til 54 Afríkuríkja og mælir árlega fjóra meginþætti sem tengjast stjórnarfari: öryggi og réttarfar, þátttaka og mannréttindi, sjálfbær efnahagsleg tækifæri og mannauður. Samkvæmt Ibrahim vísitölunni 2018 er margt jákvætt að segja um þróun stjórnarfars í Afríku, einkum af lýðheilsu. Níu af hverjum tíu íbúum álfunnar búa meðal þjóða þar sem heilsufar hefur skánað síðasta áratuginn, ungbarnadauði hefur minnkað og meðferðarúrræði gegn alnæmi hafa batnað í öllum löndum. Einnig hafa grunnviðir samfélaganna batnað og dregið hefur jafnt og þétt úr kynjamisrétti. Hins vegar eru blikur á lofti í menntamálum. Gífurleg fólksfjölgun – um 26% á síðasta áratug sem þýðir að 60% íbúa álfunnar eru yngri en 25 ára – hefur leitt til þess að afturför er merkjanleg í menntamálum og þjóðir Afríku eru að mati skýrsluhöfunda hvorki að tryggja nemendum gæðamenntun né mæta þörfum hagkerfisins. Fram kemur í skýrslunni að nokkrar þjóðir Afríku standi sig ágætlega. Besta dæmið sé Fílabeinsströndin. Á öllum fjórtán undirmælikvörðum vísitölunnar hafi Fílabeinsströndin bætt sig frá fyrra ári. Margar aðrar þjóðir bæta sig á sumum sviðum en standa lakar á öðrum. Átján þjóðir sýni verri heildarniðurstöðu á sviði stjórnarfars en fyrir tíu árum. Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðunum í Afríku, Malaví og Úganda, stutt við bakið á héraðsstjórnum í viðleitni þeirra að bæta hag íbúanna hvað varðar bæði heilsufar og menntun. Á undanförnum árum hefur árangur Malaví í lækkun ungbarnadauða vakið mikla athygli en stuðningur við mæður og ungbörn eitt af þeim meginverkefnum þar sem íslenskt þróunarfé er nýtt í lýðheilsumálum. Þá hefur árangur barna í menntamálum, í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, vakið mikla eftirtekt og verið umfjöllunarefni fjölmiðla.Skýrsla Ibrahim stofnunarinnarÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Afríka Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag. Hagvöxtur í álfunni hefur hins vegar ekki ýtt undir verulegar framfarir og menntun fer hnignandi, segir í frétt frá stofnuninni. Vísitalan nær til 54 Afríkuríkja og mælir árlega fjóra meginþætti sem tengjast stjórnarfari: öryggi og réttarfar, þátttaka og mannréttindi, sjálfbær efnahagsleg tækifæri og mannauður. Samkvæmt Ibrahim vísitölunni 2018 er margt jákvætt að segja um þróun stjórnarfars í Afríku, einkum af lýðheilsu. Níu af hverjum tíu íbúum álfunnar búa meðal þjóða þar sem heilsufar hefur skánað síðasta áratuginn, ungbarnadauði hefur minnkað og meðferðarúrræði gegn alnæmi hafa batnað í öllum löndum. Einnig hafa grunnviðir samfélaganna batnað og dregið hefur jafnt og þétt úr kynjamisrétti. Hins vegar eru blikur á lofti í menntamálum. Gífurleg fólksfjölgun – um 26% á síðasta áratug sem þýðir að 60% íbúa álfunnar eru yngri en 25 ára – hefur leitt til þess að afturför er merkjanleg í menntamálum og þjóðir Afríku eru að mati skýrsluhöfunda hvorki að tryggja nemendum gæðamenntun né mæta þörfum hagkerfisins. Fram kemur í skýrslunni að nokkrar þjóðir Afríku standi sig ágætlega. Besta dæmið sé Fílabeinsströndin. Á öllum fjórtán undirmælikvörðum vísitölunnar hafi Fílabeinsströndin bætt sig frá fyrra ári. Margar aðrar þjóðir bæta sig á sumum sviðum en standa lakar á öðrum. Átján þjóðir sýni verri heildarniðurstöðu á sviði stjórnarfars en fyrir tíu árum. Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðunum í Afríku, Malaví og Úganda, stutt við bakið á héraðsstjórnum í viðleitni þeirra að bæta hag íbúanna hvað varðar bæði heilsufar og menntun. Á undanförnum árum hefur árangur Malaví í lækkun ungbarnadauða vakið mikla athygli en stuðningur við mæður og ungbörn eitt af þeim meginverkefnum þar sem íslenskt þróunarfé er nýtt í lýðheilsumálum. Þá hefur árangur barna í menntamálum, í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, vakið mikla eftirtekt og verið umfjöllunarefni fjölmiðla.Skýrsla Ibrahim stofnunarinnarÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Afríka Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent