Guðjón Valur og Alexander á meðal tíu bestu „gömlu karlanna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2018 09:39 Guðjón Valur Sigurðsson er enn þá á toppnum 39 ára gamall. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er sjöundi besti „gamli karlinn“ í handboltaheiminum að mati Handball-Planet.com en það listar upp 30 bestu eldri leikmennina sem enn þá eru að spila. Alexander Petersson er sæti á eftir Guðjóni Val á sama lista en þessir tveir frábæru leikmenn Þýskalandsmeistara Rhein-Neckar Löwen virðast eilífir í boltanum. Guðjón Valur er 39 ára (f. 1979) en Alexander er 38 ára (f. 1980). Guðjón hefur um árabil verið einn fremsti handboltamaður Evrópu og einn sá allra besti í sinni stöðu en þessi magnaði hornamaður slær hvergi slöku við og var kosinn besti leikmaður fyrstu umferðar Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð. Íslensku landsliðsmennirnir eru í góðra manna hópi en fyrir ofan þá á listanum eru Raul Entrerrios, Kiril Lazarov, Laszlo Nagy, Momir Ilic og markvarðaundrin Thierry Omeyer og Arpad Sterpik. Guðjón Valur er elsti útispilarinn af þeim ellefu efstu á listanum en hinn fertugi Dani Michael Knudsen er í tólfta sæti. Flestir sem eru eldri en Guðjón Valur á listanum eru markverðir en alls eru ellefu markverðir á þessum topp 30 lista. Elsti maður listans er spænski markvörðurinn José Javier Hombrados en þessi 46 ára gamli markvörður er enn í fullu fjöri í spænsku deildinni með Guadalajara þar sem hann sinnir einnig starfi forseta félagsins.Hér má sjá allan listann. Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er sjöundi besti „gamli karlinn“ í handboltaheiminum að mati Handball-Planet.com en það listar upp 30 bestu eldri leikmennina sem enn þá eru að spila. Alexander Petersson er sæti á eftir Guðjóni Val á sama lista en þessir tveir frábæru leikmenn Þýskalandsmeistara Rhein-Neckar Löwen virðast eilífir í boltanum. Guðjón Valur er 39 ára (f. 1979) en Alexander er 38 ára (f. 1980). Guðjón hefur um árabil verið einn fremsti handboltamaður Evrópu og einn sá allra besti í sinni stöðu en þessi magnaði hornamaður slær hvergi slöku við og var kosinn besti leikmaður fyrstu umferðar Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð. Íslensku landsliðsmennirnir eru í góðra manna hópi en fyrir ofan þá á listanum eru Raul Entrerrios, Kiril Lazarov, Laszlo Nagy, Momir Ilic og markvarðaundrin Thierry Omeyer og Arpad Sterpik. Guðjón Valur er elsti útispilarinn af þeim ellefu efstu á listanum en hinn fertugi Dani Michael Knudsen er í tólfta sæti. Flestir sem eru eldri en Guðjón Valur á listanum eru markverðir en alls eru ellefu markverðir á þessum topp 30 lista. Elsti maður listans er spænski markvörðurinn José Javier Hombrados en þessi 46 ára gamli markvörður er enn í fullu fjöri í spænsku deildinni með Guadalajara þar sem hann sinnir einnig starfi forseta félagsins.Hér má sjá allan listann.
Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira