Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 13:20 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“ Uppsögn lektors við HR Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“
Uppsögn lektors við HR Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Sjá meira