Logi, Rikka og Rúnar kveðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 16:56 Logi, Rúnar og Rikka eru reynslufólk á sviði fjölmiðla. K100 Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57