Logi, Rikka og Rúnar kveðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 16:56 Logi, Rúnar og Rikka eru reynslufólk á sviði fjölmiðla. K100 Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent