Ísland ekki of lítið til að bregðast við flóttamannavandanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2018 20:30 Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum. Flóttamenn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum.
Flóttamenn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira