Vilja fagna fimmtíu árum frá „einvígi aldarinnar“ með heimsmeistaramóti á Íslandi Gissur Sigurðsson skrifar 11. október 2018 12:30 Bobby Fischer á Íslandi árið 1972. Getty Images Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér. Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér.
Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira