Grunaður um fíkniefnaakstur með níu ára son sinn í bílnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 17:55 Lögregla hefur haft í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Níu ára gamall sonur ökumannsins var farþegi í bifreiðinni og var haft samband við barnavernd í kjölfarið. Maðurinn var frjáls ferða sinna að lokinni blóðsýna- og skýrslutöku. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla hefur haft í nógu að snúast í dag en klukkan 15:22 var óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds sem hafði kviknað í húsnæði á Seltjarnarnesi. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Ekki liggja fyrir upplýsingar um eldsupptök eða skemmdir en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um vettvangsrannsókn. Skömmu eftir hádegi barst lögreglu tilkynning um karlmann sem hafði verið að stela varningi úr verslun í hverfi 108. Lögregla fór á vettvang og var karlmaðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Var hann frjáls ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Þá var lögreglu á stöð 4, sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Mosfellsbæ, í þrígang tilkynnt um ungmenni sem höfðu verið að stela varningi úr verslun í hverfi 112 í dag. Í öllum tilvikum var haft samband við forráðamann ungmennisins auk þess sem að barnavernd var tilkynnt um málið. Skömmu eftir klukkan 16 var tilkynnt um að ekið hefði verið á reiðhjólamann í hverfi 110. Talið var að um minniháttar slys væri að ræða en ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl viðkomandi. Lögregla handtók einnig tvo ökumenn til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu í dag en þeir óku báðir án ökuréttinda. Um klukkan hálf 3 var tilkynnt um þjófnað á ökutæki í hverfi 109 og klukkutíma síðar var svo tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 220. Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Níu ára gamall sonur ökumannsins var farþegi í bifreiðinni og var haft samband við barnavernd í kjölfarið. Maðurinn var frjáls ferða sinna að lokinni blóðsýna- og skýrslutöku. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla hefur haft í nógu að snúast í dag en klukkan 15:22 var óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds sem hafði kviknað í húsnæði á Seltjarnarnesi. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Ekki liggja fyrir upplýsingar um eldsupptök eða skemmdir en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um vettvangsrannsókn. Skömmu eftir hádegi barst lögreglu tilkynning um karlmann sem hafði verið að stela varningi úr verslun í hverfi 108. Lögregla fór á vettvang og var karlmaðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Var hann frjáls ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Þá var lögreglu á stöð 4, sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Mosfellsbæ, í þrígang tilkynnt um ungmenni sem höfðu verið að stela varningi úr verslun í hverfi 112 í dag. Í öllum tilvikum var haft samband við forráðamann ungmennisins auk þess sem að barnavernd var tilkynnt um málið. Skömmu eftir klukkan 16 var tilkynnt um að ekið hefði verið á reiðhjólamann í hverfi 110. Talið var að um minniháttar slys væri að ræða en ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl viðkomandi. Lögregla handtók einnig tvo ökumenn til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu í dag en þeir óku báðir án ökuréttinda. Um klukkan hálf 3 var tilkynnt um þjófnað á ökutæki í hverfi 109 og klukkutíma síðar var svo tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 220.
Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira