Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 18:30 Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32