Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2018 07:00 Alex Emma, til hægri, brosandi ásamt fjölskyldu sinni. Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. Mannanafnanefnd hafnaði því að dóttir þeirra fengi að bera nafnið sem foreldrarnir völdu áður en sú stutta kom í heiminn. Nú er málið komið til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem foreldrarnir stefna íslenska ríkinu. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu í desember 2014 að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Í upphafi var þeim hótað 1500 króna dagsektum en ekkert varð af þeim. Fjallað var um málið fyrir þremur árum, meðal annars í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það kemur upp smá þrjóska, það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita,“ sagði Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alex Emmu, fyrir þremur og hálfu ári. Krossleggja fingur Fátt hefur breyst og málið komið fyrir dómstóla. Málið var þingfest á fimmtudag og aðalmeðferð fer fram þann 19. febrúar. „Þetta er bara komið þangað, við krossleggjum fingur,“ segir Nanna Þórdís. Stúlkan heitir Alex Emma hvert sem farið er nema þegar stúlkan fer á heilsugæsluna eða aðrar stofnanir sem notast við kerfi frá þjóðskrá. „Hún var alltaf skráð sem stúlka en núna er hún bara punktur,“ segir Nanna Þórdís. Starfsfólk stofnana er yfirleitt nokkuð hissa þegar kennitalan er slegin inn. „Það er ekkert um þessa kennitölu,“ er venjulega svarið en ekkert nafn fylgir. „Ekki einu sinni Ómarsdóttir,“ segir Nanna Þórdís. Þá er málið farið að vandast þar sem vegabréf Alex Emmu, þar sem hún hefur verið skráð stúlka Ómarsdóttir, er runnið út. „Ef hún fær nýtt vegabréf, sem er náttúrulega ósvöruð spurning og enginn virðist geta svarað, þá verður bara punktur í vegabréfinu,“ segir Nanna Þórdís. Hún sjái ekki fyrir sér að leggjast í ferðalög með barn sitt á vegabréfi sem einhverjum gæti þótt tortryggilegt.Gæti dregist þar til Alex Emma er byrjuð í skóla Fjölskyldan á góða vinkonu sem heitir Alexandra en gengur alltaf undir nafinu Alex. Sú skrifar alltaf Alex, notar bara Alex að sögn Nönnu Þórdísar. Þá er nafnið algengt kvenmannsnafn sem karlmannsnafn í enskumælandi löndum. „Okkur finnst þetta bara fáránlegt. En þau hafa bara bitið þetta í sig,“ segir Nanna Þórdís um baráttu sína við kerfið. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna foreldranna en hann bauðst til þess að flytja málið fyrir þau. Kunna þau honum bestu þakkir fyrir. Nanna segir að í upphafi hafi stefnt í ansi mikinn kostnað. Þau hafi þó fengið 200 þúsund í gjafsókn frá ríkinu og tryggingarnar sjái um hluta. „Þetta er ekki jafnslæmt og það leit út í upphafi en maður hefði helst ekki viljað borga neitt,“ segir Nanna Þórdís. Svo gæti farið að málskostnaður falli á íslenska ríkið vinni þau málið, sem er ómögulegt að spá fyrir um á þessu stigi. Málið verður flutt í febrúar og dómur væntanlega upp kveðinn í mars. Sá aðili sem tapar hefur kost á að áfrýja þannig að lyktir málsins gætu dregist til 2019 eða þegar Alex Emma verður byrjuð í skóla. Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Foreldrar Alexar Emmu safna í hópmálsókn gegn ríkinu Mannanafnanefnd vill ekki leyfa stúlkunafnið Alex. "Ég er alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af,“ segir móðir stúlkunnar. 5. október 2015 21:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. Mannanafnanefnd hafnaði því að dóttir þeirra fengi að bera nafnið sem foreldrarnir völdu áður en sú stutta kom í heiminn. Nú er málið komið til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem foreldrarnir stefna íslenska ríkinu. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu í desember 2014 að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Í upphafi var þeim hótað 1500 króna dagsektum en ekkert varð af þeim. Fjallað var um málið fyrir þremur árum, meðal annars í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það kemur upp smá þrjóska, það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita,“ sagði Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alex Emmu, fyrir þremur og hálfu ári. Krossleggja fingur Fátt hefur breyst og málið komið fyrir dómstóla. Málið var þingfest á fimmtudag og aðalmeðferð fer fram þann 19. febrúar. „Þetta er bara komið þangað, við krossleggjum fingur,“ segir Nanna Þórdís. Stúlkan heitir Alex Emma hvert sem farið er nema þegar stúlkan fer á heilsugæsluna eða aðrar stofnanir sem notast við kerfi frá þjóðskrá. „Hún var alltaf skráð sem stúlka en núna er hún bara punktur,“ segir Nanna Þórdís. Starfsfólk stofnana er yfirleitt nokkuð hissa þegar kennitalan er slegin inn. „Það er ekkert um þessa kennitölu,“ er venjulega svarið en ekkert nafn fylgir. „Ekki einu sinni Ómarsdóttir,“ segir Nanna Þórdís. Þá er málið farið að vandast þar sem vegabréf Alex Emmu, þar sem hún hefur verið skráð stúlka Ómarsdóttir, er runnið út. „Ef hún fær nýtt vegabréf, sem er náttúrulega ósvöruð spurning og enginn virðist geta svarað, þá verður bara punktur í vegabréfinu,“ segir Nanna Þórdís. Hún sjái ekki fyrir sér að leggjast í ferðalög með barn sitt á vegabréfi sem einhverjum gæti þótt tortryggilegt.Gæti dregist þar til Alex Emma er byrjuð í skóla Fjölskyldan á góða vinkonu sem heitir Alexandra en gengur alltaf undir nafinu Alex. Sú skrifar alltaf Alex, notar bara Alex að sögn Nönnu Þórdísar. Þá er nafnið algengt kvenmannsnafn sem karlmannsnafn í enskumælandi löndum. „Okkur finnst þetta bara fáránlegt. En þau hafa bara bitið þetta í sig,“ segir Nanna Þórdís um baráttu sína við kerfið. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna foreldranna en hann bauðst til þess að flytja málið fyrir þau. Kunna þau honum bestu þakkir fyrir. Nanna segir að í upphafi hafi stefnt í ansi mikinn kostnað. Þau hafi þó fengið 200 þúsund í gjafsókn frá ríkinu og tryggingarnar sjái um hluta. „Þetta er ekki jafnslæmt og það leit út í upphafi en maður hefði helst ekki viljað borga neitt,“ segir Nanna Þórdís. Svo gæti farið að málskostnaður falli á íslenska ríkið vinni þau málið, sem er ómögulegt að spá fyrir um á þessu stigi. Málið verður flutt í febrúar og dómur væntanlega upp kveðinn í mars. Sá aðili sem tapar hefur kost á að áfrýja þannig að lyktir málsins gætu dregist til 2019 eða þegar Alex Emma verður byrjuð í skóla.
Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Foreldrar Alexar Emmu safna í hópmálsókn gegn ríkinu Mannanafnanefnd vill ekki leyfa stúlkunafnið Alex. "Ég er alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af,“ segir móðir stúlkunnar. 5. október 2015 21:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36
„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30
Foreldrar Alexar Emmu safna í hópmálsókn gegn ríkinu Mannanafnanefnd vill ekki leyfa stúlkunafnið Alex. "Ég er alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af,“ segir móðir stúlkunnar. 5. október 2015 21:46