Möguleikar Selfyssinga fyrirfram mestir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2018 09:00 Haukur Þrastarson er lykilmaður í liði Selfossi. vísir/bára Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina. Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribnica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna. Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fór á kostum á lokakaflanum. Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyjamenn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson áttu risastóran þátt í að landa. Theodór skoraði síðustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna. Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deildarleikjum sínum. FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein-Neckar Löwen. Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina. Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribnica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna. Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fór á kostum á lokakaflanum. Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyjamenn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson áttu risastóran þátt í að landa. Theodór skoraði síðustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna. Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deildarleikjum sínum. FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein-Neckar Löwen. Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira