Beit dyravörð og gest í miðborginni Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. október 2018 12:35 Lögregla hefur haft í nógu að snúast síðan kl.18 í gær. Vísir/Vilhelm Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt. Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt.
Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira