Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. október 2018 21:00 Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. Með því sé þó ekki verið að hlífa glæpamönnum, heldur standa vörð um þolendur þeirra sem í sumum tilfellum eru börn. Stofnunin birti á föstudag ábendingu á heimasíðu sinni þar sem Persónuvernd mælist til þess að fólk sýni varkárni við birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Það eigi meðal annars við um birtingu ljósmynda og nafna grunaðara afbrotamanna á samfélagsmiðlum. Þó svo að Persónvernd taki ekki fram hvert tilefni ábendingarinnar er hefur fréttastofa heimildir fyrir því að stofnuninni hafi borist ábendingar um myndir sem deilt var á Facebook - af hjónum sem nú eru í gæsluvarðhaldi og eru sökuð um alvarleg brot gegn dóttur og stjúpdóttur þeirra. Meint brot hjónanna hafa vakið mikinn óhug og hafa Sandgerðingar meðal annars lýst málinu sem því ógeðslegasta í sögunni.Börn - ekki brotamenn Þó svo að Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, geti ekki tjáð sig um einstök mál segir hún mikilvægt að hafa í huga að myndbirtingar á samfélagsmiðlum geta í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur brotanna, sem sé sérstaklega alvarlegt ef þolendur eru á barnsaldri. Með ábendingu sinni sé Persónuvernd þó ekki að halda hlífðarskildi yfir afbrotamönnum. „Það sem þarf að hafa hugfast er að þegar umfjöllun á sér stað um alvarleg brot þá eru margar upplýsingar sem geta verið persónugreinanlegar. Það þarf að einnig að hafa í huga að eitt er það hver á skömmina í brotum og hitt er það hvern á að vernda í umfjölldun um brot,“ segir Helga. Þetta eigi sérstaklega við þegar börn tengjast eða málinu, eða eru jafnvel brotaþolar. Helga minnir á að hver sá sem birtir upplýsingar á samfélagsmiðlum sé ábyrgur fyrir færslunni. Myndbirtingar geti þannig dregið dilk á eftir sér, brjóti þær í bága við persónuverndarlög. Hún hvetur alla, jafnt fjölmiðla sem notendur samfélagsmiðla, til að láta hagsmuni barnanna ráða för í umfjöllun sinni. „Útgangspunktur Persónuverndar er að huga að því í allri umræðu sem börn tengjast að þau eru verndarandlagið og þau eiga að vera þungamiðjan í því hvernig fréttin eða umfjöllunin á sér stað - hjá okkur öllum,“ segir Helga Þórisdóttir. Persónuvernd Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. Með því sé þó ekki verið að hlífa glæpamönnum, heldur standa vörð um þolendur þeirra sem í sumum tilfellum eru börn. Stofnunin birti á föstudag ábendingu á heimasíðu sinni þar sem Persónuvernd mælist til þess að fólk sýni varkárni við birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Það eigi meðal annars við um birtingu ljósmynda og nafna grunaðara afbrotamanna á samfélagsmiðlum. Þó svo að Persónvernd taki ekki fram hvert tilefni ábendingarinnar er hefur fréttastofa heimildir fyrir því að stofnuninni hafi borist ábendingar um myndir sem deilt var á Facebook - af hjónum sem nú eru í gæsluvarðhaldi og eru sökuð um alvarleg brot gegn dóttur og stjúpdóttur þeirra. Meint brot hjónanna hafa vakið mikinn óhug og hafa Sandgerðingar meðal annars lýst málinu sem því ógeðslegasta í sögunni.Börn - ekki brotamenn Þó svo að Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, geti ekki tjáð sig um einstök mál segir hún mikilvægt að hafa í huga að myndbirtingar á samfélagsmiðlum geta í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur brotanna, sem sé sérstaklega alvarlegt ef þolendur eru á barnsaldri. Með ábendingu sinni sé Persónuvernd þó ekki að halda hlífðarskildi yfir afbrotamönnum. „Það sem þarf að hafa hugfast er að þegar umfjöllun á sér stað um alvarleg brot þá eru margar upplýsingar sem geta verið persónugreinanlegar. Það þarf að einnig að hafa í huga að eitt er það hver á skömmina í brotum og hitt er það hvern á að vernda í umfjölldun um brot,“ segir Helga. Þetta eigi sérstaklega við þegar börn tengjast eða málinu, eða eru jafnvel brotaþolar. Helga minnir á að hver sá sem birtir upplýsingar á samfélagsmiðlum sé ábyrgur fyrir færslunni. Myndbirtingar geti þannig dregið dilk á eftir sér, brjóti þær í bága við persónuverndarlög. Hún hvetur alla, jafnt fjölmiðla sem notendur samfélagsmiðla, til að láta hagsmuni barnanna ráða för í umfjöllun sinni. „Útgangspunktur Persónuverndar er að huga að því í allri umræðu sem börn tengjast að þau eru verndarandlagið og þau eiga að vera þungamiðjan í því hvernig fréttin eða umfjöllunin á sér stað - hjá okkur öllum,“ segir Helga Þórisdóttir.
Persónuvernd Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00
Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30