Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2018 12:03 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi. Fréttablaðið/Eyþór Tekjur.is, hvar fletta má upp tekjum einstaklinga á Íslandi samkvæmt skattframtali sem tekur til ársins 2016 ætlar að reynast afar umdeildur. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Skaganum, er einn þeirra sem fagnar ákaft þessu framtaki: „Það er morgunljóst í mínum huga að það er gríðarlegur fengur í þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum frá tekjur.is. En í þessum gögnum kemur fram sú misskipting og óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað,“ segir Vilhjálmur í pistli sem hann birti á Facebook í morgun.Drífa Snædal segir að með leyndinni þrífist misréttið.Vísir/VilhelmÍ sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. „Í leyndinni hvílir misréttið. Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði. Þess má geta að frá því ég hóf störf hjá SGS hafa upplýsingar um tekjur þeirra sem eru þar á launaskrá verið birtar á heimasíðunni enda ekki launungarmál,“ segir Drífa á sinni Facebooksíðu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt því að vefurinn sé opinn eru Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM, fyrrverandi formaður Heimdallar, sem lagði inn formlega kvörtun til Persónuverndar þegar á föstudag. En ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum barist gegn því að skattayfirvöld veiti opinberlega upplýsingar um tekjur einstaklinga. Þannig má segja að í þessu máli kristallist átök milli hægri vængs stjórnmálanna, frjálshyggjumanna og svo verkalýðsforystunnar. Kjaramál Tengdar fréttir Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tekjur.is, hvar fletta má upp tekjum einstaklinga á Íslandi samkvæmt skattframtali sem tekur til ársins 2016 ætlar að reynast afar umdeildur. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Skaganum, er einn þeirra sem fagnar ákaft þessu framtaki: „Það er morgunljóst í mínum huga að það er gríðarlegur fengur í þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum frá tekjur.is. En í þessum gögnum kemur fram sú misskipting og óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað,“ segir Vilhjálmur í pistli sem hann birti á Facebook í morgun.Drífa Snædal segir að með leyndinni þrífist misréttið.Vísir/VilhelmÍ sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. „Í leyndinni hvílir misréttið. Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði. Þess má geta að frá því ég hóf störf hjá SGS hafa upplýsingar um tekjur þeirra sem eru þar á launaskrá verið birtar á heimasíðunni enda ekki launungarmál,“ segir Drífa á sinni Facebooksíðu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt því að vefurinn sé opinn eru Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM, fyrrverandi formaður Heimdallar, sem lagði inn formlega kvörtun til Persónuverndar þegar á föstudag. En ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum barist gegn því að skattayfirvöld veiti opinberlega upplýsingar um tekjur einstaklinga. Þannig má segja að í þessu máli kristallist átök milli hægri vængs stjórnmálanna, frjálshyggjumanna og svo verkalýðsforystunnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41
Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda