Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 21:00 Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu Þingborg, sem tekið var í notkun árið 1927. Stöð 2/Einar Árnason. Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00