Leggja til breytingar á ráðstöfun tilgreinds séreignarsparnaðar Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2018 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Egill VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána. Trúnaðarráð VR samþykkti kröfur félagsins fyrir komandi viðræður við Samtök atvinnulífsins mótatkvæðalaust á fundi seinnipartinn í gær og í dag fundar Landssamband verslunarmanna um möguleika á samfloti félaga innan þess með Starfsgreinasambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með að síðan verði formlega viðræður teknar upp við Starfsgreinasambandið um samflot. Enda séu kröfur þess og VR keimlíkar. Laun hækki með krónutöluhækkunum í þremur skrefum, um 42 þúsund krónur hinn 1. janúar næst komandi, annað eins 1. janúar 2020 og um 41 þúsund krónur 1. janúar 2021. Þannig endi lægstu laun í 425 þúsund krónum eftir þrjú ár. Þá verði gerðar breytingar á ráðstöfun tilgreindrar séreignar sem tekin var upp í fyrra með hækkun á iðgjald í lífeyrissjóð úr 12 í 15,5 prósent. Það rennur nú í tilgreindan séreignarsparnað hjá þeim lífeyrissjóðum sem fólk greiðir almennt í. „En krafan okkar er að okkar félagsmenn geti ráðstafað þessu í frjálsa séreign. Eða þann séreignarsjóð sem það velur. Geti sömuleiðis notað þennan séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán sem og fyrir unga fólkið til að safna fyrir útborgun í íbúð,” segir Ragnar Þór. Þá sé skýr krafa sett fram um lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á neytendalánum. „Og húsnæðismálin sem ég myndi segja að væru eitt stærsta málið hjá okkur. Það er þjóðarátak í húsnæðismálum. Við höfum verið að ræða margar hugmyndir til að koma af stað þjóðarátaki með byggingu hið minnsta tólf hundruð íbúða á ári næstu fimmtán til tuttugu árin,” segir formaður VR. Einnig sé sett fram krafa um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir en Starfsgreinasambandið krefst þess að hún verði stytt í 32 stundir. Ekki sé mikill munur á kröfugerðum í megindráttum og því ætti ekkert að hindra breitt samflot nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og VR og jafnvel allra félaganna innan Landssambands verslunarmanna. „Við erum núna að funda hjá Landssambandi verslunarmanna. Erum að kanna hvort við náum ekki að þétta raðirnar þar og fara síðan sameiginlega í viðræður við Starfsgreinasambandið. Þannig að þetta eru mjög spennandi tíma og ég er virkilega bjartsýnn á að við náum breiðri samstöðu sem mun síðan vonandi á endanum skila okkur betri samning,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Lífeyrissjóðir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána. Trúnaðarráð VR samþykkti kröfur félagsins fyrir komandi viðræður við Samtök atvinnulífsins mótatkvæðalaust á fundi seinnipartinn í gær og í dag fundar Landssamband verslunarmanna um möguleika á samfloti félaga innan þess með Starfsgreinasambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með að síðan verði formlega viðræður teknar upp við Starfsgreinasambandið um samflot. Enda séu kröfur þess og VR keimlíkar. Laun hækki með krónutöluhækkunum í þremur skrefum, um 42 þúsund krónur hinn 1. janúar næst komandi, annað eins 1. janúar 2020 og um 41 þúsund krónur 1. janúar 2021. Þannig endi lægstu laun í 425 þúsund krónum eftir þrjú ár. Þá verði gerðar breytingar á ráðstöfun tilgreindrar séreignar sem tekin var upp í fyrra með hækkun á iðgjald í lífeyrissjóð úr 12 í 15,5 prósent. Það rennur nú í tilgreindan séreignarsparnað hjá þeim lífeyrissjóðum sem fólk greiðir almennt í. „En krafan okkar er að okkar félagsmenn geti ráðstafað þessu í frjálsa séreign. Eða þann séreignarsjóð sem það velur. Geti sömuleiðis notað þennan séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán sem og fyrir unga fólkið til að safna fyrir útborgun í íbúð,” segir Ragnar Þór. Þá sé skýr krafa sett fram um lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á neytendalánum. „Og húsnæðismálin sem ég myndi segja að væru eitt stærsta málið hjá okkur. Það er þjóðarátak í húsnæðismálum. Við höfum verið að ræða margar hugmyndir til að koma af stað þjóðarátaki með byggingu hið minnsta tólf hundruð íbúða á ári næstu fimmtán til tuttugu árin,” segir formaður VR. Einnig sé sett fram krafa um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir en Starfsgreinasambandið krefst þess að hún verði stytt í 32 stundir. Ekki sé mikill munur á kröfugerðum í megindráttum og því ætti ekkert að hindra breitt samflot nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og VR og jafnvel allra félaganna innan Landssambands verslunarmanna. „Við erum núna að funda hjá Landssambandi verslunarmanna. Erum að kanna hvort við náum ekki að þétta raðirnar þar og fara síðan sameiginlega í viðræður við Starfsgreinasambandið. Þannig að þetta eru mjög spennandi tíma og ég er virkilega bjartsýnn á að við náum breiðri samstöðu sem mun síðan vonandi á endanum skila okkur betri samning,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Lífeyrissjóðir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira