Leggja til breytingar á ráðstöfun tilgreinds séreignarsparnaðar Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2018 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Egill VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána. Trúnaðarráð VR samþykkti kröfur félagsins fyrir komandi viðræður við Samtök atvinnulífsins mótatkvæðalaust á fundi seinnipartinn í gær og í dag fundar Landssamband verslunarmanna um möguleika á samfloti félaga innan þess með Starfsgreinasambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með að síðan verði formlega viðræður teknar upp við Starfsgreinasambandið um samflot. Enda séu kröfur þess og VR keimlíkar. Laun hækki með krónutöluhækkunum í þremur skrefum, um 42 þúsund krónur hinn 1. janúar næst komandi, annað eins 1. janúar 2020 og um 41 þúsund krónur 1. janúar 2021. Þannig endi lægstu laun í 425 þúsund krónum eftir þrjú ár. Þá verði gerðar breytingar á ráðstöfun tilgreindrar séreignar sem tekin var upp í fyrra með hækkun á iðgjald í lífeyrissjóð úr 12 í 15,5 prósent. Það rennur nú í tilgreindan séreignarsparnað hjá þeim lífeyrissjóðum sem fólk greiðir almennt í. „En krafan okkar er að okkar félagsmenn geti ráðstafað þessu í frjálsa séreign. Eða þann séreignarsjóð sem það velur. Geti sömuleiðis notað þennan séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán sem og fyrir unga fólkið til að safna fyrir útborgun í íbúð,” segir Ragnar Þór. Þá sé skýr krafa sett fram um lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á neytendalánum. „Og húsnæðismálin sem ég myndi segja að væru eitt stærsta málið hjá okkur. Það er þjóðarátak í húsnæðismálum. Við höfum verið að ræða margar hugmyndir til að koma af stað þjóðarátaki með byggingu hið minnsta tólf hundruð íbúða á ári næstu fimmtán til tuttugu árin,” segir formaður VR. Einnig sé sett fram krafa um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir en Starfsgreinasambandið krefst þess að hún verði stytt í 32 stundir. Ekki sé mikill munur á kröfugerðum í megindráttum og því ætti ekkert að hindra breitt samflot nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og VR og jafnvel allra félaganna innan Landssambands verslunarmanna. „Við erum núna að funda hjá Landssambandi verslunarmanna. Erum að kanna hvort við náum ekki að þétta raðirnar þar og fara síðan sameiginlega í viðræður við Starfsgreinasambandið. Þannig að þetta eru mjög spennandi tíma og ég er virkilega bjartsýnn á að við náum breiðri samstöðu sem mun síðan vonandi á endanum skila okkur betri samning,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Lífeyrissjóðir Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána. Trúnaðarráð VR samþykkti kröfur félagsins fyrir komandi viðræður við Samtök atvinnulífsins mótatkvæðalaust á fundi seinnipartinn í gær og í dag fundar Landssamband verslunarmanna um möguleika á samfloti félaga innan þess með Starfsgreinasambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með að síðan verði formlega viðræður teknar upp við Starfsgreinasambandið um samflot. Enda séu kröfur þess og VR keimlíkar. Laun hækki með krónutöluhækkunum í þremur skrefum, um 42 þúsund krónur hinn 1. janúar næst komandi, annað eins 1. janúar 2020 og um 41 þúsund krónur 1. janúar 2021. Þannig endi lægstu laun í 425 þúsund krónum eftir þrjú ár. Þá verði gerðar breytingar á ráðstöfun tilgreindrar séreignar sem tekin var upp í fyrra með hækkun á iðgjald í lífeyrissjóð úr 12 í 15,5 prósent. Það rennur nú í tilgreindan séreignarsparnað hjá þeim lífeyrissjóðum sem fólk greiðir almennt í. „En krafan okkar er að okkar félagsmenn geti ráðstafað þessu í frjálsa séreign. Eða þann séreignarsjóð sem það velur. Geti sömuleiðis notað þennan séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán sem og fyrir unga fólkið til að safna fyrir útborgun í íbúð,” segir Ragnar Þór. Þá sé skýr krafa sett fram um lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á neytendalánum. „Og húsnæðismálin sem ég myndi segja að væru eitt stærsta málið hjá okkur. Það er þjóðarátak í húsnæðismálum. Við höfum verið að ræða margar hugmyndir til að koma af stað þjóðarátaki með byggingu hið minnsta tólf hundruð íbúða á ári næstu fimmtán til tuttugu árin,” segir formaður VR. Einnig sé sett fram krafa um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir en Starfsgreinasambandið krefst þess að hún verði stytt í 32 stundir. Ekki sé mikill munur á kröfugerðum í megindráttum og því ætti ekkert að hindra breitt samflot nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og VR og jafnvel allra félaganna innan Landssambands verslunarmanna. „Við erum núna að funda hjá Landssambandi verslunarmanna. Erum að kanna hvort við náum ekki að þétta raðirnar þar og fara síðan sameiginlega í viðræður við Starfsgreinasambandið. Þannig að þetta eru mjög spennandi tíma og ég er virkilega bjartsýnn á að við náum breiðri samstöðu sem mun síðan vonandi á endanum skila okkur betri samning,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira