Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2018 21:18 Tvö félag hafa dregið sig úr sameiningarviðræðunum. Fréttablaðið/Eyþór Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa slitið sig frá sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórnarfélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sjómannafélaganna tveggja en þar segir að í fréttum undanfarna daga hafi komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðabókum sjómannafélagsins. „Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast,“ segir í yfirlýsingunni frá sjómannafélögunum tveimur. Vísir hefur fjallað um ólgu innan Sjómannafélags Íslands sem tengist framboði sjómannsins Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns stjórnar félagsins. Sitjandi formaður Jónas Garðarsson hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér. Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega hafi verið sett fram tilkynning á vef félagsins sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telja hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Jónas mun sitja út árið 2019 sem formaður en þá mun nýr formaður og ný stjórn taka við sem verður kosin í desember. Jónas leiddi sameiningarviðræður sjómannafélaganna til að fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Gangi þær viðræður eftir mun ný stjórn Sjómannafélags Íslands ekki taka við, því kjósa þarf um nýja stjórn sameinuðu félaganna. Stjórn Sjómannafélagsins hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist harma alvarlegar ásakanir í garð félagsins og er Heiðveig María sögð vega að æru félagsins og allra þeirra sem koma að rekstri og stjórn félagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa slitið sig frá sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórnarfélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sjómannafélaganna tveggja en þar segir að í fréttum undanfarna daga hafi komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðabókum sjómannafélagsins. „Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast,“ segir í yfirlýsingunni frá sjómannafélögunum tveimur. Vísir hefur fjallað um ólgu innan Sjómannafélags Íslands sem tengist framboði sjómannsins Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns stjórnar félagsins. Sitjandi formaður Jónas Garðarsson hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér. Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega hafi verið sett fram tilkynning á vef félagsins sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telja hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Jónas mun sitja út árið 2019 sem formaður en þá mun nýr formaður og ný stjórn taka við sem verður kosin í desember. Jónas leiddi sameiningarviðræður sjómannafélaganna til að fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Gangi þær viðræður eftir mun ný stjórn Sjómannafélags Íslands ekki taka við, því kjósa þarf um nýja stjórn sameinuðu félaganna. Stjórn Sjómannafélagsins hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist harma alvarlegar ásakanir í garð félagsins og er Heiðveig María sögð vega að æru félagsins og allra þeirra sem koma að rekstri og stjórn félagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19
Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03