Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2018 15:42 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira