Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2018 06:00 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar í Hæstarétti síðastliðinn fimmtudag þegar dómur gekk í endurupptöku málanna. fréttablaðið/eyþór Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30
Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03
Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10