„Svikalogn inni í lægðarmiðjum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2018 07:41 Eins og sést á úrkomuspánni fylgir lægðinni ekki bara rok heldur líka rigning. veðurstofa íslands Búast má við allhvassri sunnanátt og úrkomu á landinu í dag og í kvödl en 995 mb lægð er nú stödd um 500 kílómetra vestur af Reykjanesi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þar sem segir jafnframt að hæðarhryggurinn sem færði okkur fallegt og rólegt veður í gær sé nú kominn austur fyrir land. „Saman valda þessi tvö veðrakerfi allhvassri sunnanátt á landinu og henni fylgir úrkoma, yfirleitt rigning á láglendi, en slydda eða snjókoma til fjalla. Síðdegis nálgast lægðin og í kvöld er útlit fyrir að miðja hennar verði yfir norðanverðu landinu. Þá verður vindur hægur í þeim landshluta því oft er svokallað svikalogn inni í lægðarmiðjum. Sunnan við lægðarmiðjuna er vestan vindstrengur, hvassviðri eða jafnvel stormur að styrk og í kvöld er gert ráð fyrir að hann herji á Suðvestur- og Suðurland og áfram má búast við vætu á þeim slóðum. Hvassast verður með ströndinni frá Hvalfirði og suður og austur að Vík í Mýrdal, þar er möguleiki á að vindur nái stormstyrk,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Á morgun er svo gert ráð fyrir að lægðin grynnist en hún verður þá ennþá stödd norður af landinu. „Eftir hádegi verður allur vindur úr henni og hvergi gert ráð fyrir meira en 10 m/s. Rigning eða slydda með köflum norðantil á morgun, en þurrt að kalla sunnanlands. Næsta lægð er síðan væntanleg strax á miðvikudag með stífum vindi og úrkomu á öllu landinu. Ef litið er á spár lengra fram í tímann fyrir vikuna sem nú er að hefjast, þá má segja að heilt yfir sé útlit fyrir að vikan verði bæði vinda- og úrkomusöm með köflum, en slíkt telst venjulegt á þessum árstíma á Íslandi. Þokkalegir dagpartar ættu þó að gefast milli lægða,“ segir á vef Veðurstofunnar en veðurhorfur í dag og næstu daga eru þessar:Sunnan 10-18 m/s og rigning eða slydda. Dregur úr vindi og úrkomu norðvestantil síðdegis. Gengur í vestan 15-23 suðvestan- og sunnanlands í kvöld og áfram vætusamt, en mun hægari vindur í öðrum landshlutum og þurrt á Norðurlandi. Vestlæg eða breytileg átt 5-13 á morgun. Slydda eða rigning með köflum á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla sunnantil. Hiti 2 til 8 stig.Á þriðjudag:Vestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, en lægir seinnipartinn. Slydda eða rigning með köflum á norðanverðu landinu, en þurrt sunnantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Gengur í austan og norðaustan 13-20 með rigningu eða slyddu, fyrst sunnanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Snýst í hvassa norðanátt með slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, rigningu með austurströndinni, en yfirleitt þurrt sunnanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 7 stig syðst. Hægari og úrkomuminna um kvöldið. Veður Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Búast má við allhvassri sunnanátt og úrkomu á landinu í dag og í kvödl en 995 mb lægð er nú stödd um 500 kílómetra vestur af Reykjanesi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þar sem segir jafnframt að hæðarhryggurinn sem færði okkur fallegt og rólegt veður í gær sé nú kominn austur fyrir land. „Saman valda þessi tvö veðrakerfi allhvassri sunnanátt á landinu og henni fylgir úrkoma, yfirleitt rigning á láglendi, en slydda eða snjókoma til fjalla. Síðdegis nálgast lægðin og í kvöld er útlit fyrir að miðja hennar verði yfir norðanverðu landinu. Þá verður vindur hægur í þeim landshluta því oft er svokallað svikalogn inni í lægðarmiðjum. Sunnan við lægðarmiðjuna er vestan vindstrengur, hvassviðri eða jafnvel stormur að styrk og í kvöld er gert ráð fyrir að hann herji á Suðvestur- og Suðurland og áfram má búast við vætu á þeim slóðum. Hvassast verður með ströndinni frá Hvalfirði og suður og austur að Vík í Mýrdal, þar er möguleiki á að vindur nái stormstyrk,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Á morgun er svo gert ráð fyrir að lægðin grynnist en hún verður þá ennþá stödd norður af landinu. „Eftir hádegi verður allur vindur úr henni og hvergi gert ráð fyrir meira en 10 m/s. Rigning eða slydda með köflum norðantil á morgun, en þurrt að kalla sunnanlands. Næsta lægð er síðan væntanleg strax á miðvikudag með stífum vindi og úrkomu á öllu landinu. Ef litið er á spár lengra fram í tímann fyrir vikuna sem nú er að hefjast, þá má segja að heilt yfir sé útlit fyrir að vikan verði bæði vinda- og úrkomusöm með köflum, en slíkt telst venjulegt á þessum árstíma á Íslandi. Þokkalegir dagpartar ættu þó að gefast milli lægða,“ segir á vef Veðurstofunnar en veðurhorfur í dag og næstu daga eru þessar:Sunnan 10-18 m/s og rigning eða slydda. Dregur úr vindi og úrkomu norðvestantil síðdegis. Gengur í vestan 15-23 suðvestan- og sunnanlands í kvöld og áfram vætusamt, en mun hægari vindur í öðrum landshlutum og þurrt á Norðurlandi. Vestlæg eða breytileg átt 5-13 á morgun. Slydda eða rigning með köflum á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla sunnantil. Hiti 2 til 8 stig.Á þriðjudag:Vestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, en lægir seinnipartinn. Slydda eða rigning með köflum á norðanverðu landinu, en þurrt sunnantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Gengur í austan og norðaustan 13-20 með rigningu eða slyddu, fyrst sunnanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Snýst í hvassa norðanátt með slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, rigningu með austurströndinni, en yfirleitt þurrt sunnanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 7 stig syðst. Hægari og úrkomuminna um kvöldið.
Veður Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira