Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 14:32 Georg og Jónsi á tónleikum í Berlín í fyrra. Getty/Stefan Hoederath Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018 Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018
Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55