Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 14:32 Georg og Jónsi á tónleikum í Berlín í fyrra. Getty/Stefan Hoederath Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018 Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018
Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55