Börn í lágtekjuríkjum allt að sextíu sinnum líklegri til að deyja en börn í hátekjuríkjum Heimsljós kynnir 18. september 2018 09:00 gunnisal Talið er að 6,3 milljónir barna yngri en fimmtán ára hafi látist árið 2017, eða eitt barn á fimm sekúndna fresti. Í langflestum tilvikum var um dánarorsakir að ræða sem unnt hefði verið að lækna, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fleiri alþjóðlegum stofnunum. Þar sem barnadauði er hæstur í heiminum eru börn allt að sextíu sinnum líklegri til að deyja á fyrstu fimm árum ævinnar borið saman við þjóðar með lægstu dánartíðni barna. Í skýrslunni kemur fram að meirihluti þeirra 6,3 milljóna dauðsfalla barna á síðasta ári hafi orðið áður en fimm ára aldri var náð, eða 5,4 milljónir dauðsfalla, þar af helmingurinn meðal nýbura. „Ef ekki verður gripið til úrræða í skyndi koma 56 milljónir barna til með að deyja fram til ársins 2030 - og helmingur þeirra nýburar,“ segir Laurence Shandy yfirmaður UNICEF á sviði tölfræði og rannsókna. „Við höfum náð ótrúlegum árangri í baráttunni að bjarga börnum frá árinu 1990, en milljónir barna deyja vegna þess hver þau eru og hvar þau fæðast,“ segir hann og bætir við að með einföldum lausnum eins og lyfjum, hreinu vatni, rafmagni og bóluefnum væri unnt að draga úr barnadauða. Meðal þjóðanna í sunnanverðri Afríku er barnadauðinn mestur, helmingur dauðsfallanna verður í þeim heimshluta. Þrjátíu prósent verða í sunnanverðri Asíu. Til marks um muninn milli ríkra þjóða og fátækra bendir skýrslan á að 1 af 13 börnum í Afríku sunnan Sahara deyr fyrir fimm ára aldur en aðeins 1 af hverjum 185 meðal hátekjuþjóða. Hvarvetna í heiminum er mesta áhættutímabilið í lífinu fyrsti mánuðurinn. Á síðasta ári létust 2,5 milljónir barna á fyrstu fjórum vikum ævinnar. Barn fætt í sunnanverðri Afríku og sunnanverði Asíu var níu sinnum líklegra en nýburði í hátekjuríki til að deyja á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu. Fram kemur í skýrslunni að framfarir á þessu sviði hafi verið hægari en meðal annarra aldurshópa yngri en fimm ára.Íslendingar í baráttunni gegn ungbarnadauðaÍslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu í öðru samstarfsríkinu, Malaví, lagt mikla áherslu á uppbygginu í lýðheilsu í Mangochi héraði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að draga úr ungbarnadauða en á því sviði hefur árangurinn í Malaví vakið heimsathygli. Byggðar hafa verið átta fæðingardeildir og ellefu biðskýli fyrir verðandi mæður í dreifbýli á síðustu árum og ein héraðsfæðingadeild með biðskýli, ungbarnaeftirlits- og fjölskylduáætlunardeild. Allt er þetta gert til þess að auka aðgengi kvenna að heilbrigðisþjónustu sem miðar að mæðra- og ungbarnaeftirliti og fæðingarhjálp.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent
Talið er að 6,3 milljónir barna yngri en fimmtán ára hafi látist árið 2017, eða eitt barn á fimm sekúndna fresti. Í langflestum tilvikum var um dánarorsakir að ræða sem unnt hefði verið að lækna, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fleiri alþjóðlegum stofnunum. Þar sem barnadauði er hæstur í heiminum eru börn allt að sextíu sinnum líklegri til að deyja á fyrstu fimm árum ævinnar borið saman við þjóðar með lægstu dánartíðni barna. Í skýrslunni kemur fram að meirihluti þeirra 6,3 milljóna dauðsfalla barna á síðasta ári hafi orðið áður en fimm ára aldri var náð, eða 5,4 milljónir dauðsfalla, þar af helmingurinn meðal nýbura. „Ef ekki verður gripið til úrræða í skyndi koma 56 milljónir barna til með að deyja fram til ársins 2030 - og helmingur þeirra nýburar,“ segir Laurence Shandy yfirmaður UNICEF á sviði tölfræði og rannsókna. „Við höfum náð ótrúlegum árangri í baráttunni að bjarga börnum frá árinu 1990, en milljónir barna deyja vegna þess hver þau eru og hvar þau fæðast,“ segir hann og bætir við að með einföldum lausnum eins og lyfjum, hreinu vatni, rafmagni og bóluefnum væri unnt að draga úr barnadauða. Meðal þjóðanna í sunnanverðri Afríku er barnadauðinn mestur, helmingur dauðsfallanna verður í þeim heimshluta. Þrjátíu prósent verða í sunnanverðri Asíu. Til marks um muninn milli ríkra þjóða og fátækra bendir skýrslan á að 1 af 13 börnum í Afríku sunnan Sahara deyr fyrir fimm ára aldur en aðeins 1 af hverjum 185 meðal hátekjuþjóða. Hvarvetna í heiminum er mesta áhættutímabilið í lífinu fyrsti mánuðurinn. Á síðasta ári létust 2,5 milljónir barna á fyrstu fjórum vikum ævinnar. Barn fætt í sunnanverðri Afríku og sunnanverði Asíu var níu sinnum líklegra en nýburði í hátekjuríki til að deyja á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu. Fram kemur í skýrslunni að framfarir á þessu sviði hafi verið hægari en meðal annarra aldurshópa yngri en fimm ára.Íslendingar í baráttunni gegn ungbarnadauðaÍslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu í öðru samstarfsríkinu, Malaví, lagt mikla áherslu á uppbygginu í lýðheilsu í Mangochi héraði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að draga úr ungbarnadauða en á því sviði hefur árangurinn í Malaví vakið heimsathygli. Byggðar hafa verið átta fæðingardeildir og ellefu biðskýli fyrir verðandi mæður í dreifbýli á síðustu árum og ein héraðsfæðingadeild með biðskýli, ungbarnaeftirlits- og fjölskylduáætlunardeild. Allt er þetta gert til þess að auka aðgengi kvenna að heilbrigðisþjónustu sem miðar að mæðra- og ungbarnaeftirliti og fæðingarhjálp.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent