Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2018 10:07 Sveinn Gestur Tryggvason í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra þegar aðalmeðferð fór fram í málinu. Stöð 2 Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. Sveinn hélt því fram að rannsakendur hefðu eytt miklu púðri í að rifja upp hluti sem gerðust ekki, valið atriði úr sumum skýrslum vitna og reynt að fá alla aðra til að rifja þau atriði upp.Sveinn Gestur hlaut sex ára fangelsisdóm í héraði í desember síðastliðnum fyrir að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar þar sem verjandi Sveins Gests krefst sýknu en til vara að refsingin verði milduð. Þá fer hann fram á að bótakröfum verði vísað frá en til að vara að þær verði mildaðar. Rifjaður var upp vitnisburður Sveins Gests í héraðsdómi í fyrra en hann sagðist hafa farið að heimili Arnars á Æsustöðum til að sækja verkfæri. Hann fór ásamt starfsmönnum garðþjónustufyrirtækis síns að heimilinu og hafði boðað Jón Trausta Lútherson að Æsustöðum. Ástæðan var sú að Jón Trausti hafði til umráða pallbíl sem nota átti til að ferja verkfærin. Jón Trausti lá undir grun og sat í gæsluvarðhaldi um tíma eins og Sveinn Gestur. Héraðssaksóknari ákærði á endanum Svein Gest og studdist við framburð vitnis sem lýsti því hvernig Sveinn Gestur hefði beitt Arnar ofbeldi án aðkomu Jóns Trausta.Sveinn Gestur Tryggvason var í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar. Líkamsárásin átti sér stað á Æsustöðum í Mosfellsdal í byrjun júní.Vísir/EyþórLýsir Arnari sem góðum vini Sveinn sagði að Arnar hefði verið góður vinur hans og um tíma starfsmaður garðþjónustufyrirtækisins. Hann hefði ekki getað unnið þar lengur því þeim Jóni Trausta kom ekki saman. Sveinn sagði fyrir héraðsdómi að Arnar hefði tekið á móti þeim æstur og undir áhrifum og hótað þeim öllu illu. Hann hefði farið inn í hesthús og komið til baka með sóp sem hann notaði til að brjóta rúður í bílum þeirra. Sveinn Gestur og félagar hefðu hörfað að afleggjaranum á Æsustöðum þar sem Jón Trausti beið. Arnar hefði svo hlaupið á móti þeim með járnstöng og Jón Trausti farið á móti honum með neyðarhamar. Jón Trausti og Arnar tókust á að sögn Sveins sem hefði ákveðið að hlaupa til móts við þá eftir að hafa hringt á neyðarlínu. Þar hefði hann skipað Jóni Trausta að sleppa Arnari úr hálstaki og tekið við Arnari, sest ofan á rasskinnar hans og haldið höndum hans fyrir aftan bak án þess að leggja þungann ofan á hann. Hann sagðist hafa gert það til að tryggja að Arnar myndi ekki standa upp aftur og ráðast á Jón Trausta. Sagði Sveinn Gestur að myndbönd sýndu fram á það að hann hefði ekki lagt þunga sinn ofan á bak Arnars.Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í héraði.vísir/vilhelmÁtti ekki von á að verða ákærður Framburður hans fyrir héraðsdómi var ekki talinn trúverðugur sökum þess að hann tók breytingum. Aðspurður hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum við rannsókn málsins og ekki sagt strax frá aðkomu Jóns Trausta að árásinni sagðist hann hafa haldið að rannsókn lögreglu myndi leiða það í ljós. Þegar hún gerði það ekki ákvað hann að halda ekki hlífiskildi yfir Jóni Trausta og greina frá hans hlut. Hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt um aðkomu Jóns Trausta til að halda hlífiskildi yfir honum. Honum hafi ekki dottið í hug að hann sjálfur yrði ákærður. Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, í dómsal við meðferð málsins í héraði.Vísir/ErnirJón Trausti hefði sagt þá „punglausa“ Saksóknari sagði að honum hefði gefist tvö tækifæri til að skýra rétt frá. Sveinn Gestur fór sjálfur fram á nýja skýrslutöku fyrir Landsrétti til að skýra hlut sinn. Sveinn Gestur sagði fjölda vitna hafa ástæðu til að bera rangt upp á hann. Þau hefðu mögulega verið of langt frá atburðunum til þess að sjá þegar Jón Trausti hefði ráðist á Arnar. Þau hefðu því ekki getað séð hvað gerðist nákvæmlega. Hann sagði vitni annaðhvort ekki hafa séð þegar Jón Trausti tók Arnar niður eða kosið að segja ekki satt og rétt frá því. Spiluð voru Snapchat-myndskeið sem Sveinn Gestur tók upp á vettvangi. Þar sést hann liggja ofan á Arnari Jónssyni Aspar. Liggur Arnar þar við litla meðvitund og blóðugur í framan og heyrist Sveinn Gestur segja: „Grjóthaltu kjafti.“ Spilað var annað myndskeið þar sem Sveinn Gestur heyrist spyrja meðvitundarlausan Arnar hvort hann ætli „að vera með meiri kjaft núna?“ Þá heyrist Sveinn Gestur segja í næsta myndskeiði, þar sem myndavélinni er beint að blóðugum Arnari: „Svona fer þegar þú ógnar okkur með vopnum.“Lærði í sumarbúðum að blóta ekki Sveinn Gestur var ekki ánægður með þetta orðbragð sitt í myndskeiðunum og sagðist hafa lært það í sumarbúðum í Vatnaskógi að maður ætti ekki að blóta eða tala illa um náungann. Þetta hafi þó verið aðstæður sem hann var ekki vanur. Hann sagði að það væri mikill munur á því að missa eitthvað út úr sér og að gera einhverjum eitthvað. Hann sagðist ekki hafa kýlt hann eða tekið hann hálstaki. Hann sagðist ekki hafa meitt hann og ekki reynt að vera vondur við hann. Markmiðið hafi verið að halda honum rólegum þar til lögreglan kæmi á vettvang.Sveinn Gestur ítrekaði við aðalmeðferðina að hann hefði hringt í lögregluna og spurði hvers vegna í ósköpunum hann hefði gert það ef hann ætlaði að gera Arnari mein? Hann sagði einnig að Jón Trausti hefði kallað þá „punglausa“ fyrir að hafa ekki tekið þátt í árás Jóns Trausta á Arnar. Sveinn Gestur spurði einnig af hverju hann bað Jón Trausta um að sleppa Arnari ef hann ætlaði að ráðast á hann sjálfur? Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. 22. nóvember 2017 17:32 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. Sveinn hélt því fram að rannsakendur hefðu eytt miklu púðri í að rifja upp hluti sem gerðust ekki, valið atriði úr sumum skýrslum vitna og reynt að fá alla aðra til að rifja þau atriði upp.Sveinn Gestur hlaut sex ára fangelsisdóm í héraði í desember síðastliðnum fyrir að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar þar sem verjandi Sveins Gests krefst sýknu en til vara að refsingin verði milduð. Þá fer hann fram á að bótakröfum verði vísað frá en til að vara að þær verði mildaðar. Rifjaður var upp vitnisburður Sveins Gests í héraðsdómi í fyrra en hann sagðist hafa farið að heimili Arnars á Æsustöðum til að sækja verkfæri. Hann fór ásamt starfsmönnum garðþjónustufyrirtækis síns að heimilinu og hafði boðað Jón Trausta Lútherson að Æsustöðum. Ástæðan var sú að Jón Trausti hafði til umráða pallbíl sem nota átti til að ferja verkfærin. Jón Trausti lá undir grun og sat í gæsluvarðhaldi um tíma eins og Sveinn Gestur. Héraðssaksóknari ákærði á endanum Svein Gest og studdist við framburð vitnis sem lýsti því hvernig Sveinn Gestur hefði beitt Arnar ofbeldi án aðkomu Jóns Trausta.Sveinn Gestur Tryggvason var í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar. Líkamsárásin átti sér stað á Æsustöðum í Mosfellsdal í byrjun júní.Vísir/EyþórLýsir Arnari sem góðum vini Sveinn sagði að Arnar hefði verið góður vinur hans og um tíma starfsmaður garðþjónustufyrirtækisins. Hann hefði ekki getað unnið þar lengur því þeim Jóni Trausta kom ekki saman. Sveinn sagði fyrir héraðsdómi að Arnar hefði tekið á móti þeim æstur og undir áhrifum og hótað þeim öllu illu. Hann hefði farið inn í hesthús og komið til baka með sóp sem hann notaði til að brjóta rúður í bílum þeirra. Sveinn Gestur og félagar hefðu hörfað að afleggjaranum á Æsustöðum þar sem Jón Trausti beið. Arnar hefði svo hlaupið á móti þeim með járnstöng og Jón Trausti farið á móti honum með neyðarhamar. Jón Trausti og Arnar tókust á að sögn Sveins sem hefði ákveðið að hlaupa til móts við þá eftir að hafa hringt á neyðarlínu. Þar hefði hann skipað Jóni Trausta að sleppa Arnari úr hálstaki og tekið við Arnari, sest ofan á rasskinnar hans og haldið höndum hans fyrir aftan bak án þess að leggja þungann ofan á hann. Hann sagðist hafa gert það til að tryggja að Arnar myndi ekki standa upp aftur og ráðast á Jón Trausta. Sagði Sveinn Gestur að myndbönd sýndu fram á það að hann hefði ekki lagt þunga sinn ofan á bak Arnars.Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í héraði.vísir/vilhelmÁtti ekki von á að verða ákærður Framburður hans fyrir héraðsdómi var ekki talinn trúverðugur sökum þess að hann tók breytingum. Aðspurður hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum við rannsókn málsins og ekki sagt strax frá aðkomu Jóns Trausta að árásinni sagðist hann hafa haldið að rannsókn lögreglu myndi leiða það í ljós. Þegar hún gerði það ekki ákvað hann að halda ekki hlífiskildi yfir Jóni Trausta og greina frá hans hlut. Hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt um aðkomu Jóns Trausta til að halda hlífiskildi yfir honum. Honum hafi ekki dottið í hug að hann sjálfur yrði ákærður. Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, í dómsal við meðferð málsins í héraði.Vísir/ErnirJón Trausti hefði sagt þá „punglausa“ Saksóknari sagði að honum hefði gefist tvö tækifæri til að skýra rétt frá. Sveinn Gestur fór sjálfur fram á nýja skýrslutöku fyrir Landsrétti til að skýra hlut sinn. Sveinn Gestur sagði fjölda vitna hafa ástæðu til að bera rangt upp á hann. Þau hefðu mögulega verið of langt frá atburðunum til þess að sjá þegar Jón Trausti hefði ráðist á Arnar. Þau hefðu því ekki getað séð hvað gerðist nákvæmlega. Hann sagði vitni annaðhvort ekki hafa séð þegar Jón Trausti tók Arnar niður eða kosið að segja ekki satt og rétt frá því. Spiluð voru Snapchat-myndskeið sem Sveinn Gestur tók upp á vettvangi. Þar sést hann liggja ofan á Arnari Jónssyni Aspar. Liggur Arnar þar við litla meðvitund og blóðugur í framan og heyrist Sveinn Gestur segja: „Grjóthaltu kjafti.“ Spilað var annað myndskeið þar sem Sveinn Gestur heyrist spyrja meðvitundarlausan Arnar hvort hann ætli „að vera með meiri kjaft núna?“ Þá heyrist Sveinn Gestur segja í næsta myndskeiði, þar sem myndavélinni er beint að blóðugum Arnari: „Svona fer þegar þú ógnar okkur með vopnum.“Lærði í sumarbúðum að blóta ekki Sveinn Gestur var ekki ánægður með þetta orðbragð sitt í myndskeiðunum og sagðist hafa lært það í sumarbúðum í Vatnaskógi að maður ætti ekki að blóta eða tala illa um náungann. Þetta hafi þó verið aðstæður sem hann var ekki vanur. Hann sagði að það væri mikill munur á því að missa eitthvað út úr sér og að gera einhverjum eitthvað. Hann sagðist ekki hafa kýlt hann eða tekið hann hálstaki. Hann sagðist ekki hafa meitt hann og ekki reynt að vera vondur við hann. Markmiðið hafi verið að halda honum rólegum þar til lögreglan kæmi á vettvang.Sveinn Gestur ítrekaði við aðalmeðferðina að hann hefði hringt í lögregluna og spurði hvers vegna í ósköpunum hann hefði gert það ef hann ætlaði að gera Arnari mein? Hann sagði einnig að Jón Trausti hefði kallað þá „punglausa“ fyrir að hafa ekki tekið þátt í árás Jóns Trausta á Arnar. Sveinn Gestur spurði einnig af hverju hann bað Jón Trausta um að sleppa Arnari ef hann ætlaði að ráðast á hann sjálfur?
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. 22. nóvember 2017 17:32 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. 22. nóvember 2017 17:32
Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42
„Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent