Formaður VR sakar SA um ábyrgðalaust tal í launamálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VISIR/EGILL Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54
SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00