Rétt fyrir klukkan fimm í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem lá í garði við hús í Kópavogi, illa klæddur og í annarlegu ástandi. Hann gat litla grein fyrir sér gert og var hann vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum, að því er segir í dagbók lögreglu.
Þá veitti lögreglan ökumanni á Álftanesvegi um klukkan eitt í nótt en ökumaðurinn fór inn í Hafnarfjörð þar sem lögregla missti sjónar af bílnum. Glöggur vegfarandi sá bíl fara inn í port skammt frá þar sem hann hvarf lögreglu og lét vita.
Bíllinn var mannlaus en þar skammt frá var karlmaður á gangi. Við athugun lögreglu kom í ljós að hann var með kveikjuláslykla bílsins í vasanaum.
Var maðurinn fluttur á lögreglustöðina í Hafnarfirði þar sem tekið var blóðsýni og síðan fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann er vistaður vegna rannsóknar.
Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Vesturbænum upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi. Hvorki er vitað hverjir voru að verki né hvað var tekið. Skömmu síðar var síðan tilkynnt um líkamsárás í miðbænum en ekki er greint nánar frá henni í dagbók lögreglu.
Um hálfþrjú í nótt tilkynnti svo gestur á hóteli um þjófnað úr öryggishólfi á herbergi sínu þar sem teknir hefðu verið skartgripir.
Illa til reika í garði í Kópavogi
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
