Missti föður sinn og bróður Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 11:00 Alex Ford er að ná sér á strik eftir áföll og erfiða lífsreynslu í hruninu. Hún fær aðstoð sálfræðings og er hjá Umboðsmanni skuldara Fréttablaðið/Anton Brink Alex Ford er fædd árið 1993. Hún er tuttugu og fimm ára gömul námskona og listamaður. Hún segist muna afar lítið eftir upphafi hrunsins og mótmælunum sem urðu í kjölfarið. Eftirleikurinn næstu ár er í brennidepli. „Afleiðingar hrunsins urðu miklar á líf fjölskyldu minnar og við misstum allt,“ segir Alex. Alex bjó með foreldrum sínum og systkinum í rúmgóðri íbúð á Laugavegi. „Foreldrar mínir keyptu íbúðina árið 2005. Hún kostaði þá 21 milljón króna. Svo kom hrunið og það fór allt í klessu og lánin hækkuðu alveg svakalega,“ segir Alex frá og segir fjölskylduna hafa reynt af fremsta megni í fyrstu að halda í við afborganirnar. „Þau gátu það bara ekki. Við fluttum í Garðabæinn í litla stúdíóíbúð sem amma mín átti. Þar fengum við að borga lágmarksleigu. Við bjuggum þar, öll fjölskyldan, og leigðum íbúðina á Laugavegi til námsmanna. Þannig gekk þetta í smá tíma,“ segir Alex. Faðir hennar veiktist og lést árið 2010. Alex segir líklegt að álag í kjölfar atvinnumissis og skuldaklafa hafi haft vond áhrif á heilsu hans. „Pabbi var hjartveikur og það var mikið álag á honum. Það var líka mikið álag á spítalanum þegar hann veiktist og þurfti að leita þangað. Hann var bara 57 ára þegar hann dó,“ segir hún frá. Alex missti bróður sinn einnig úr álagstengdum veikindum. „Hann dó úr blæðandi magasári og fékk einnig ekki þá umönnun sem hann þurfti á að halda,“ segir hún. Alex hefur reynt að takast á við vanlíðan af völdum álags og áfalla með aðstoð sálfræðings. „Ég er greind með áfallastreituröskun. Ég ákvað í samráði við sálfræðinginn minn að vera ekki að róta í áföllunum heldur einbeita mér að framtíðinni. Ég er hins vegar ekki að gera þetta á hnefanum og er miklu frekar meðvitað að einbeita mér að því að komast af,“ segir hún. Hún segist líklega ekki muna eins og aðrir landsmenn eftir hruninu. „Áföllin yfirskyggja það allt saman. Skuldabagginn var svo þungur og við stóðum ekki undir honum. Það var ekki nægilega vel haldið utan um venjulegar fjölskyldur. Vinnuálagið og skuldirnar voru of háar,“ segir Alex. „Svo misstum við íbúðina og þá sundraðist fjölskyldan enn frekar, segir Alex frá. „Mamma flutti á Vatnsleysuströnd því að hún hafði ekki efni á því að leigja íbúð í borginni. Nú býr hún á Akureyri, amma hjálpaði henni að kaupa íbúð þar. Ég fór á leigumarkaðinn, nítján ára gömul,“ segir hún og segist hafa komist af síðustu ár með því að safna skammtímaskuldum. „Ég komst af með því að lifa á yfirdrætti. Þegar bankinn hringdi og bauð mér kreditkort þá sagði ég bara já því ég var staurblönk og þurfti peninga til að lifa af. Ég er núna hjá Umboðsmanni skuldara og að læra að umgangast peninga upp á nýtt. Ég mun komast í gegnum fjárhagsvandann. En ég mun líklega aldrei geta keypt mér íbúð,“ segir Alex. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Alex Ford er fædd árið 1993. Hún er tuttugu og fimm ára gömul námskona og listamaður. Hún segist muna afar lítið eftir upphafi hrunsins og mótmælunum sem urðu í kjölfarið. Eftirleikurinn næstu ár er í brennidepli. „Afleiðingar hrunsins urðu miklar á líf fjölskyldu minnar og við misstum allt,“ segir Alex. Alex bjó með foreldrum sínum og systkinum í rúmgóðri íbúð á Laugavegi. „Foreldrar mínir keyptu íbúðina árið 2005. Hún kostaði þá 21 milljón króna. Svo kom hrunið og það fór allt í klessu og lánin hækkuðu alveg svakalega,“ segir Alex frá og segir fjölskylduna hafa reynt af fremsta megni í fyrstu að halda í við afborganirnar. „Þau gátu það bara ekki. Við fluttum í Garðabæinn í litla stúdíóíbúð sem amma mín átti. Þar fengum við að borga lágmarksleigu. Við bjuggum þar, öll fjölskyldan, og leigðum íbúðina á Laugavegi til námsmanna. Þannig gekk þetta í smá tíma,“ segir Alex. Faðir hennar veiktist og lést árið 2010. Alex segir líklegt að álag í kjölfar atvinnumissis og skuldaklafa hafi haft vond áhrif á heilsu hans. „Pabbi var hjartveikur og það var mikið álag á honum. Það var líka mikið álag á spítalanum þegar hann veiktist og þurfti að leita þangað. Hann var bara 57 ára þegar hann dó,“ segir hún frá. Alex missti bróður sinn einnig úr álagstengdum veikindum. „Hann dó úr blæðandi magasári og fékk einnig ekki þá umönnun sem hann þurfti á að halda,“ segir hún. Alex hefur reynt að takast á við vanlíðan af völdum álags og áfalla með aðstoð sálfræðings. „Ég er greind með áfallastreituröskun. Ég ákvað í samráði við sálfræðinginn minn að vera ekki að róta í áföllunum heldur einbeita mér að framtíðinni. Ég er hins vegar ekki að gera þetta á hnefanum og er miklu frekar meðvitað að einbeita mér að því að komast af,“ segir hún. Hún segist líklega ekki muna eins og aðrir landsmenn eftir hruninu. „Áföllin yfirskyggja það allt saman. Skuldabagginn var svo þungur og við stóðum ekki undir honum. Það var ekki nægilega vel haldið utan um venjulegar fjölskyldur. Vinnuálagið og skuldirnar voru of háar,“ segir Alex. „Svo misstum við íbúðina og þá sundraðist fjölskyldan enn frekar, segir Alex frá. „Mamma flutti á Vatnsleysuströnd því að hún hafði ekki efni á því að leigja íbúð í borginni. Nú býr hún á Akureyri, amma hjálpaði henni að kaupa íbúð þar. Ég fór á leigumarkaðinn, nítján ára gömul,“ segir hún og segist hafa komist af síðustu ár með því að safna skammtímaskuldum. „Ég komst af með því að lifa á yfirdrætti. Þegar bankinn hringdi og bauð mér kreditkort þá sagði ég bara já því ég var staurblönk og þurfti peninga til að lifa af. Ég er núna hjá Umboðsmanni skuldara og að læra að umgangast peninga upp á nýtt. Ég mun komast í gegnum fjárhagsvandann. En ég mun líklega aldrei geta keypt mér íbúð,“ segir Alex.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira