Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 19:30 Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10